Guð er ekki Kristinn

Desmond Tutu, biskup í S-Afríku, hélt þessu fram í kvikmynd sem ég sá niðurlagið af í sjónvarpinu í gærkvöldi. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim Desmond Tutu og Nelson Mandela. Þessir menn hafa í orðum sínum og verkum sýnt okkur hvernig mannkyn getur lifað saman í betri sátt.

Tutu spurði hvaða trúarbrögðum Guð hefði tileyrt áður en Kristni kom til! Heldur þú að Guð telji Mahatma Gandhi ekki til sinna barna af því hann var ekki Kristinn? Á þess leið spurði Tutu líka.

Menn vilja eigna Guði skoðanir sínar og fordóma, menn vilja gera óvini sína að óvinum Guðs, sagði Tutu.

Hann benti á að mannkyn allt er ein fjölskylda. Þegar þú varpar sprengjum á þá sem þú telur óvini þína, ert þú um leið að deyða eigin fjölskyldumeðlimi. Palestínumenn, Ísraelsmenn, kaþólikkar á N-Írlandi og mótmælendasöfnuðir á N-Írlandi, hommar, lesbíur og gagnkynhneygðir, allt þetta fólk er hluti af fjölskyldu þinni. Þú getur aldrei gefið ölmusu, þú er aðeins að deila samábyrgð á afkomu fjölskyldu þinnar.

Myndin í sjónvarpinu heitir í íslenskri þýðingu Spekingar spjalla og á í dagskrárkynningu er vísað á frekari upplýsingar á vefsíðunni http://www.nobelitythemovie.com/.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð trúir ekki á neitt þess vegna er hann svona vondur... svo ég noti rök trúaðra fyrir að vera góður og kærleiksríkur

DoctorE (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: Sigurður Árnason

Þetta er rétti hugsunarhátturinn hjá Desmond tutu, svona menn virðir maður. Þessi þröngsýni hjá fólki að halda að þeirra trúarbragð sé það eina rétta hefur valdið svo miklum hörmungum í þessum heimi. Fólk ætti að vera búið að gera sér grein fyrir að við notum öll mismunandi leiðir til að nálgast guð og ein þeirra er ekkert réttari en önnur. Vona að fólk fari að gera grein fyrir þessu fljótlega, þá verður heimurinn svo miklu betri staður til að búa á.

Sigurður Árnason, 13.1.2008 kl. 05:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband