10.1.2008 | 10:34
Dýna fyrir bankann
Man einhver eftir auglýsingunni þar sem Bankinn skaut uppblásinni dýnu úr Rúmfatalagernum undir hvern þann sem hrasaði? Bankinn bauð þér mjúka lendingu, svo lánin þín í Bankanum færu ekki í vanskil ef þú slasaðist. Þeir sem ekki tóku tilboði Bankans lentu í drullupollinum.
Þeim sem tóku tilboði Bankans bauðst að stofna til lífeyrissparnaðar sem yrði ávaxtaður í hlutabréfum og skuldabréfum sem Bankinn hafði af hyggjuviti sínu safnað fyrir hinn ráðdeilda og sparsama almúga.
Hvernig var það annars...? Sagði Bankinn þér ekki að ef hlutabréfin sem hann valdi svo kostgæfilega fyrir tryggingarsjóðinn þinn féllu í verði, yrðir ÞÚ dýna fyrir bankann?
Ef hlutabréfin falla í verði, þá verður ávöxtun lífeyris þíns neikvæð! Þá munt þú eiga minna í árslok, en þú lagðir inn á árinu. Hvað verður um mismuninn?
Fer mismunurinn kannski í að bólstra dýnu Bankans?
Hlutabréf hækka í byrjun dags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð.
Nauðsynlegt að hafa svona fólk eins og þig sem manst smáatriðin sem við hin nennum ekki að leggja á mynnið
Jóhannes Snævar Haraldsson, 10.1.2008 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.