Ef ég ætti hatt ...

... myndi ég taka hann ofan fyrir þeim Erni og Erlingi!

Nú verður kvótakerfinu vonandi breytt og það þótt fyrr hefði verið.

Fyrst þegar kvótakerfið var settt, var því auðvitað lýst yfir að þarna væri ekki verið að gefa þáverandi útgerðarmönnum allan veiðrétt við landið.

Svo komu bankarnir og fóru að taka veð í kvótanum, fyrst í formi aukinnar veðhæfni báta með kvóta en kvótalausra, sumsé ekki veð í efnislegum hlut eins og bíl, heldur í atvinnuréttindunum.

Svo fóru útgerðarmenn að kaupa og selja og leigja þennan kvóta sín í milli, en allan tímann þurftu þeir sem upphaflega fengu hann ekki að borga neitt fyrir það sem þeir síðan seldu.

Afleiðingarnar urðu þær að útgerðamenn um land allt gátu selt undirstöðuatvinnugreinar úr heilu byggðarlögunum, án þess að sjómenn eða fiskvinnslufólk eða nokkur annar í byggðinni gæti rönd við reist.

Kvótakerfið er ekki bara umdeilanlegt veiðistjórnunarkerfi, það breyttist líka í hreint rán frá þjóðinni og mikið óréttlæti.

Vonandi hefur Alþingi kjark til að breyta kvótakerfinu. Svo mikið er víst að ekki bætir sjávarútvegsráðherrann það ótilneyddur.


mbl.is Íslensk stjórnvöld breyti fiskveiðistjórnunarkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú ekki rétt hjá þér. Allar útgerðir verða að borga mikin skatt, svo kallaðan auðlindaskatt og það er ekki alveg rétt hjá þér að menn hafi bara fengið þetta gefins. Þessu var úthlutað þannig að þeir sem voru að veiða fiskinn í sjónum á íslandsmiðum fengu úthlutaðan kvóta, og þá var miðað við veið þeirra þrjú ár aftur í tíman. Þetta umdeilda kvótakerfi sem allir eru að tala um er bara vegna fáfræði. Hvað hefur maður sem vinnur í banka að gera með veiðiheimild eða kona hjá tryggingafélagi.

Þú segir að kvótakerfið sé rán frá þjóðinni, ég veit ekki betur en að öll sjávarútvegsfyrirtæki séu að borga milljarða í skatt til þjóðfélagsins fyrir utan auðlindaskattin sem þeir borga fyrir utan það sem þeir hafa borgað fyrir veiðiheimildirnar.

Svo sagðir þú líka að útgerðarmenn gætu sel undirstöðuatvinnugreinar úr heilu byggðarlögunum. Ég veit ekki betur en svo að hver sem er í byggðarlögunum hafi getað keypt þennan kvóta og hafið veiðar þó svo að annar útgerðarmaður hafi ekki talið það arðbært. Þér finnst kannski að ríkið ætti bara að halda úti fiskvinnslu í hverju bæjarfélagi. 

En eitt er víst að það er allt of mikill skattur á útgerðarmönnum, ef skatturinn yrði lækkaður myndu án efa fleiri treysta sér út í þennan geira. Því allir þeir útvegsmenn sem eru í bransanum núna hafa veðsett allt sitt til að koma undir sér fótunum og unnið hart að því sem þeir eiga í dag. 

Ragnar Smári (IP-tala skráð) 10.1.2008 kl. 17:46

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mikið leiðist mér hundalógíkin hjá litlum kvótaungum eins og Ragnari Smára þar sem barist er um á hæl og hnakka við að réttlæta ránsskap kvótaperrana í sjávarútvegi. Þessum litlu apaköttum munar ekkert um að snúa öllu á hvolf með einföldum lygum og rangfærslum.

Jóhannes Ragnarsson, 10.1.2008 kl. 17:59

3 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Sitthvað er skattur og leiga. Auðlindagjaldið er mun yngra en kvótakerfið. Það er leiga fyrir að fá einir að sitja að nýtingu tiltekinnar aðulindar. Það getur nefnilega ekki hver sem er fengið að nýta hana. Öllum öðrum er bannað að veiða fisk í atvinnuskyni, eins og kom fram í hæstarréttardómnum sem verið var að úrskurða um.

Auðvitað var kvótanum úthlutað til þeirra sem stunduðu sjávarútveg, en ekki til skrifstofufólks í bönkum og tryggingafélögum. En þá átti að ganga frá leigusamningi um leið, þannig að fyrsti leigutakinn gæti ekki slegið eign sinni á hið leigða og selt það síðan eða framleigt. Einnig þurfti að gera ráð fyrir því hvernig endurnýjun í sjávarútvegi gæti farið fram, því útgerðarmenn eru ekki ódauðlegir frekar en annað fólk.

Sjávarútvegsfyrirtæki eru ekki þau einu sem borga milljarða í skatt til þjóðfélagsins. Allar aðrar aðtvinnugreinar borga líka skatta og búa ekki við hagstæðari skattalög en sjávarútvegurinn.

Af hverju á "hver sem er" að kaupa kvóta af þeim útgerðarmanni sem vildi hætta rekstri, á meðan útgerðarmaðurinn borgaði ekkert fyrir að fá honum úthlutað? Er það ekki svoldið ójafn leikur að þurfa að kaupa kvóta af þeim sem aldrei greiddu fyrir hann?

Ég hef ekki kannað það hve margir af núverandi útgerðarmönnum hafa keypt kvóta sinn eða leigja hann og hve margir eru enn að nýta gjafakvótann sinn. Hitt er víst að kvótaleiga og kvótakaup eru þungur baggi á sjávarútveginum nú. Kaup- og leiguverðið gengur hins vegar ekki til þjóðarinnar, hvers sameign auðlindin er, heldur til annarra útgerðarmanna, sem telja vænlegra að gera út á verðbréfamið en sjávarmið.

Það er rán að þeir slógu eign sinni á kvótann sem úthlutað var og ranglæti að þeir skuli selja eða leigja öðrum það sem þeir hafa aldrei greitt fyrir.

Soffía Sigurðardóttir, 10.1.2008 kl. 18:18

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

Soffía. 80% kvótans eru ekki í höndum þeirra sem fengu hann úthlutaðan eða í höndum afkomenda þeirra. Þetta eru tölur frá 2000. Það er mikið vatn búið að renna til sjávar síðan þá. Þannig að 80% af kvótanum í dag er höndum þeirra sem hafa lagt á sig að taka lán og borga af þeim.

Fannar frá Rifi, 10.1.2008 kl. 18:33

5 Smámynd: Atli Hermannsson.

"Það er mikið vatn búið að renna til sjávar síðan þá. Þannig að 80% af kvótanum í dag er höndum þeirra sem hafa lagt á sig að taka lán og borga af þeim."

Megnið hefur vissulega skipt um hendur og sumar aflaheimildirnar mörgum sinnum. En þessi 80% tala er t.d. þannig fundin út, að þegar tvo eða fleiri fyrirtæki hafa sameinast og fengið nýja kennitölu er það flokkað sem "nýjar hendur" Þá var útgerðum lengst af samþjöppunar-tímabilinu heimilt að afskrifa kaup á varanlegum heimildum 15-20% árlega. Þetta stunduðu stórútgerðirnar allt fram á síðustu ár. í dag eru þeir enn að afskrifa um einhver prósent. Því hafa þeir í raun ekki greitt eina einustu "raunkrónu" fyrir fyrir þær aflaheimildir sem þeir "telja" sig eiga í dag.

Atli Hermannsson., 10.1.2008 kl. 19:30

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hárrétt hjá þér Atli.

Og

Loksins!   Loksins!

Árni Gunnarsson, 10.1.2008 kl. 19:56

7 Smámynd: Landfari

Ef útgerðarmaður A á bara ýsukvóta selur útgerðarmanni B hann allan en kaupir í staðinn af B allan hans kvóta sem var bara í þorski hafa báðir aðilar greitt fyrir allan sinn kvóta og eiga engann úthlutaðan kvóta. Svakalegt óréttlæti að taka af þeim kvótann ekki satt.

Miklu betra að sá sem byggði frystihúisð í þorpinu sitji uppi með verðlausa eign.

Landfari, 10.1.2008 kl. 20:05

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Fannar 80% frá Rifi sér nú fram á að kvótaarfurinn heyri brátt sögunni til. 

Jóhannes Ragnarsson, 10.1.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband