11.1.2008 | 00:06
Getur leitt til vanhæfni
Bendi á grein sem Helga Vala Helgadóttir laganemi skrifar á eyjan.is. Þar bendir hún á að ef dómari er valinn á umdeildum grundvelli og ráðherran telur þar fram sem helstu rök fyrir vali sínu að umsækjandinn hafi starfað sem pólitískur ráðgjafi ráðherra, þá geti það leitt til þess að dómarinn verði talinn vanhæfur í málum sem varða hagsmuni ríkisins og þá ekki síst í pólitískum áltamálum.
Við Héraðsdóm Norðurlands Eystra og við Héraðsdóm Austurlands má á næstunni búast við þónokkrum málum sem varða hagsmuni ríkisins í hápólitískum ágreiningsmálum þar sem eru bótakröfur vegna virkjanaframkvæmda. Megum við eiga von á því að lögmenn geri kröfu um að hinn nýi dómari víki í slíkum málum af því að hann hafi verið skipaður á pólitískum forsendum?
Segir rangfærslur í yfirlýsingu Árna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.