13.1.2008 | 03:13
Próf í fagmennsku
Eiga alveg sömu sjónarmið að gilda um ráðningu dómara og annarra embættismanna?
Löggjafavaldið er kosið beint af þjóðinni í Alþingiskosningum. Framkvæmdavaldið situr í skjóli meirihluta Alþingis, sem getur sett ríkisstjórn af.
Dómsvaldið á að vera sjálfstætt, dæma eftir lögum og gera þar ekki upp á milli manna eftir neinum öðrum sjónarmiðum en skýrð verða í lögum. Við getum sett stjórnmálamenn af fyrir sérhagsmunagæsku eða aðrar ákvarðanir þeirra sem okkur mislíkar. Við kjósum ekki dómara og verðum því að setja leikreglur, megum kalla það faglega ferla, sem tryggja eins vel og kostur er að dómarar séu valdir sem óhlutdrægir fagmenn.
Við viljum búa við þrískiptingu ríkisvalds í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Þegar fulltrúi framkvæmdavaldsins, dómsmálaráðherra, skipar dómara, þarf að reyna að búa svo um hnúta að val hans á dómurum sé faglegt og hlutlægt, en ekki pólitískt eða persónulegt. Þess vegna er nefnd fagmanna sem skilar faglegu áliti á umsækjendum um dómarastöður. Þegar hún skilar þeirri niðurstöðu að þrír séu langhæfastir, er eðlilegt að ráðherra velji úr þeim hópi. Þegar hann gerir það ekki og skipar mann sem metinn var lægra í hæfi og er þar að auki úr pólitískum innsta hring, þá þarf veigamikil rök til þess og þau hefur Árni Mathiesen einfaldlega ekki fært fram.
Skipan æðstu embættismanna á líka að vera fagleg, en þar getur ráðherra samt verið að leita eftir fleiru en faglegri menntun, t.d. stefnu og framtíðarsýn hins nýja embættismanns. Það eru þau rök sem Össur lagði m.a. fram um skipanir sínar á nýjum orkumálastjóra og ferðamálastjóra. Ég tek undir þær röksemdir og er sátt við skipanir hans í þessi embætti. Ég vil t.d. sjá nýja sýn í orkumálum þjóðarinnar. Og ég vil líka sjá meiri áherslu á náttúru og umhverfisvernd í ferðaþjónustunni.
Fagmennska er fleira en próf, en stjórnmálamenn mega samt ekki falla á prófinu í fagmennsku.
Svo, 24 stundum seinna, er Össur farinn að vorkenna Davíðssyninum og verja Árna Matt! Æ, hann Össur minn hugsar með hjartanu. En sem ráðherra og framámaður í stjórnmálaflokki, má hann gjarnan hugsa sig tvisvar um og hleypa seinni umferðinni í gegnum rökvísina áður en hann sleppir henni út.
Sem stjórnmálamaður í eldlínu oft harðvítugra stjórnmálaátaka, hugsar hann eðlilega til afleiðinga þess á saklaus börn sín. En Þorsteinn Davíðsson er ekkert barn og á eigin pólitíska feril að baki. Svo beinist gagnrýni mjög margra málefnalega að gerðinni en ekki einstaklingnum.
Hins vegar, þegar ráðherrann fer að rugla svona og bera blak af pólitísku eða bara einfaldlega persónulegu vinavali annars ráðherra, gerir hann nýskipuðum embættismönnum sínum þann óleik að vekja upp grunsemdir um að hans eigin ráðningar hafi ekki verið svo faglegar sem hann sagði sjálfur, fyrst honum finnst ætterni og kunningsskapur vera ásættanlegar afsakanir í embættisveitingum.
Æ, Össur minn, ég hélt að litli fingur hægri handar væri vandamálið hjá þér, að hann ýtti of fljótt á Enter!
Ef til vill tilefni til að styrkja faglega ferla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Soffía. Þetta mál er allt svo sorglegt. Árni M var settur í þetta verk, getur ekki varið það því vörnin er engin. Ösur hefði átt að þeygja. Mbk
Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2008 kl. 03:26
Ég sé að íslenskan mín var frábær í færslunni!!!
Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2008 kl. 04:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.