Hve margir lögfræðingar sitja í Hæstarétti?

Hver er munurinn á lögfræðingi og dómara?

Flestir dómar hér á landi eru kveðnir upp af einum dómara. Iss, þetta er bara álit eins lögfræðings!

Hæstaréttardómar eru oftast kveðnir upp af þremur dómurum og sex þegar mikið liggur við. Það eru þó færri en 12!

„Aðaltriðið er auðvitað það að þetta er aðeins álit 12 lögfræðinga. Það hefur ekki neitt lagalegt gildi hér á landi. Við erum ekki bundnir af þessu. Það er stóra málið," segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, um það álit mannréttindanefndar SÞ að kvótakerfið brjóti gegn mannréttindasáttmála SÞ. 

Þessir 12 lögfræðingar, sem lögfræðingurinn Friðrik J. Arngrímsson talar svo lítilsvirðandi um, skipa Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna. Íslenska ríkið er aðili að þeirri stofnun, viðurkennir málskotsrétt til hennar og tekur þátt í henni með málflutningi þar. Þótt nefndin kveði ekki upp dóm, SKAL samt taka niðurstöðu hennar alvarlega og grípa til ráðstafana sem taka mið af niðurstöðu nefndarinnar.

Hvað ætlar FJA svo að segja ef málið verður lagt fyrir alþjóðadómstól sem Ísland á aðild að og þessi úrskurður lagður þar fyrir? Iss, þetta er bara álit nokkurra lögfræðinga?!

Á það kannski að skipta máli hverra þjóðar lögfræðingarnir verða sem skipa dóminn? Þá kemst FJA á bekk með sjávarútvegsráðherranum, Einari K. Guðfinnssyni, sem telur upp á bloggsíðu sinni hverrar þjóðar hver og einn sem kváðu upp hið ægilega álit Mannréttindanefndar SÞ séu.

Á kannski að fara að meta íslenska dómara eftir því hverra manna þeir séu?


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

   Veistu að ein mesta réttaróvissa í dag, er hverning dómurinn er skipaður hverju sinni.

haraldurhar, 14.1.2008 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1050

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband