Við erum læs og heyrandi

Af hverju segir Björn Bjarnason að fréttastofa RÚV hafi snúið út úr orðum hans?

Ég elti hlekkinn sem hann setti sjálfur á frétt RÚV og bæði las hana og hlustaði á hana. Þar finn ég engan fót fyrir þessarri fullyrðingu Björns: "Ég sé, að fréttastofa hljóðvarps ríkisins er tekin til við að snúa út úr orðum mínum. Aldrei hefur vakað fyrir mér, að lögfesta neina skyldu fyrir björgunarsveitir til að breytast í varalið." Ég finn hvergi í fréttinni nefnt eða gefið í skyn að lögfesta skuli neina skyldu fyrir björgunarsveitir til að breytast í varalið.

Hvet fólk til að kynna sér málið sjálft og smella á hlekkina hér á eftir. Svo er viðtalið við BB síðast á dagskránni í Silfri Egils frá því í gær.

Annars bloggaði ég um þetta mál í gær og færi þar rök fyrir því að þessi hugmynd um varalið lögreglu sé misskilin góðsemi, sem muni frekar draga úr öryggi borgaranna en að efla það.

Silfur Egils
Frétt RÚV
Blogg BB
Blogg mitt: Varalið dregur úr öryggi íbúanna


mbl.is Dómsmálaráðherra segir snúið út úr orðum hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og sést á vefsíðu Rúv, leiðréttu menn rangfærslunar eftir tilsögn Björns.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 4.2.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Ég hlustaði á fréttina. Ertu að segja að fréttastofan hafi klippt hana til eftirá?

Það var ekki fjallað um þetta í fjögurfréttunum.

Fréttin er sett inn á síðu RÚV kl 17:05 um leið og hún hefur verið unnin. Síðan er hún flutt í kvöldfréttum kl 18 og þar fara fréttamenn með orðrétt sama texta og er í fréttinni. Auk þess heyrast þar orð formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en þau eru ekki afrituð í skrifuðu fréttinni. Ásökun dómsmálaráðherra á sér heldur enga stoð í þeim orðum, ég hlustaði á þau. Þar að auki er hann að ásaka fréttamennina.

Það að fréttastofan bætti hlekk á síðu Björns, aftan við skrifuðu fréttina, kl 21:00, er ekki leiðrétting á rangfærslu.

Þú getur hlustað á fréttina og lesið hana um leið. 

Hvar sást þú eða heyrðir rangfærsluna og í hverju fólst leiðréttingin á henni?

Soffía Sigurðardóttir, 4.2.2008 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband