Fólk horfir til framtíðar

Af hverju hefur fylgi Samfylkingarinnar farið vaxandi að undanförnu?

Ég tel að framtíðarsýn flokksins hugnist fólki almennt. Samfylkingin hefur nefnilega framtíðarsýn. Hún er ekki að verja gamla flokkshagsmuni. Hún er laus við gamlar klíkuerjur.

Í Samfylkingunni kemur saman fólk sem hefur áhuga á jöfnuði og réttlæti, vill félagslega þátttöku í rekstri samfélagsins og horfir bjartsýnt til framtíðarinnar.

Það er einmitt þetta með framtíðina.

Við eigum framtíðina í höndum okkar. Við erum sjálfstæð og vel upplýst og viljum taka þátt í að skapa okkur framtíð. Við viljum hafa áhrif. Þar býður Samfylkingin upp á samræðustjórnmál, ekki bara kappræður. Þannig að fólk sem tekur þátt í starfi Samfylkingarinnar hefur eitthvað til málanna að leggja, tekur þátt í stefnumótun. Út úr þessarri stefnumótun kemur opnun, nýjar hugmyndir en ekki gömul þrætubók. Hér eru engin tabú, engar hugmyndir sem ekki má efast um eða þróa áfram.

Hvað eigum við við með sjálfstæði Íslands? Hvernig sjálfstæði viljum við? Hvernig finnum við því farveg í fjölþjóðasamfélgi?

Hverjar eru auðlindir Íslands? Hvernig á eignarhald og nýting á þeim að vera?

Hvers virði er náttúruvernd? Hvernig viljum við nýta náttúruna? Þurfum við og viljum við breyta lífsháttum okkar með tilliti til náttúrunnar?

Viljum við meiri jöfnuð í samfélaginu? Hversu langt viljum við ganga í þá veru? Hvernig viljum við ná meiri jöfnuði?

Er allur einkarekstur drifinn áfram af gróðafíkn? Getur fólk sem hefur nýjar hugmyndir í menntamálum eða heilbrigðismálum aðeins reynt að ströggla innan opinberra stofnana, eða getur það boðið upp á einkafyrirtæki á þessu sviði án þess að vera sakað um græðgi? Er hárgreiðslufólk fégráðugt, eru pípulagningameistarar fégráðugir? Af hverju eru hjúkrunarfræðingar fégráðugir ef þeir stofna hjúkrunarheimili? Hvað meinum við með félgslegum rekstri á félagslegri þjónustu?

Hvernig bætum við tækifæri fólks til að bæta lífsgæði sín? Hvaða máli skipta þar menntakerfið, heilbrigðiskerfið, samgöngukerfið, fjarskiptatækni, aljóðleg viðskipti, aðbúnaður barnafjölskyldna?
Það er sama hvar borið er niður, Samfylkingin spyr áhugaverðustu spurninganna og veltir upp áhugaverðustu svörunum.

Það skiptir ekki máli hvað úrtakið var stórt í síðustu könnun og hvort Villi var viðutan eða ekki. Sjálfstæðisflokkurinn er viðutan, Framsóknarflokkurinn úreltur, Vinstri græn að reyna að sníða veruleikann að kenningunum, Frjálslyndir og Íslandshreyfingin utanveltu. Eina stjórnmálahreyfingin sem hreyfist í framtíðarátt er Samfylkingin. Þess vegna eykst fylgi hennar.


mbl.is Samfylkingin stærst allra flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

100% sammála

Valsól (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 12:37

2 identicon

Þú sem (væntanlega) samfylkingarkona berð nú ábyrgð á að krefjast heiðarlegra vinnubragða af þínum flokksmönnum.

Það er allavega mín kenning, að það eina sem getur snúið þeirri öfugþróun sem hefur átt sér stað í stjórnmálum sé, að fólk fari að gagnrýna eigin stjórnmálamenn, ekki fara í sandkassaleikinn þar sem "hinir" eru svo vondir, en svo sér fólk ekki "sína" menn fremja allskyns spillingu og viðbjóð. 

Ég get því miður ekki gagnrýnt neina lengur, trúi ekki á þetta leikrit og finnst þeir allir tómir kvislingar. 

Gullvagninn (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 995

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband