Spegilmynd

Af hverju er þessi hneykslan á myndinni af hálfbera karlmanninum við hliðina á virðulega klæddri konu í rútu?

Er það af því að einhver sér fyrir sér spegilmyndina, sem við eru svo vön að sjá, af virðulega klædda karlinum og léttklæddu stúlkunni?

Mér finnst það geta verið skemmtilega ögrandi að sýna okkur spegilmynd af staðalímyndum.

Annars sá ég aðra mynd, hreyfimynd, af léttklæddum pilti og kappklæddri konu, á vef hestafrétta. Og ég sem var einmitt að skoða nærfataúrvalið í búð nýlega og leita mér að góðum brjóstahaldara til að nota þegar ég er á hestbaki!


mbl.is „Fólk situr ekki bert í rútum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Ég er sammála þér Soffía, mér finnst þetta hnittin auglýsing. Hvað í ósköpunum eru menn að væla yfir þessu. Svo er "reiðbrjóstahaldarinn" þrælfindinn.

Guðmundur Auðunsson, 22.2.2008 kl. 15:53

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þessi auglýsing hefur alveg farið fram hjá mér eins og auglýsingar yfirleitt - fyrir utan pirringinn yfir hreyfiauglýsingum á Netinu.  Getur einhver bent mér á hvar ég get séð auglýsinguna?

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.2.2008 kl. 16:39

3 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Auglýsingin og umfjöllun um hana er á bls 46 (af 48) í blaðinu 24 stundir í dag, föstudag 22. feb. Þú finnur blaðið á spássíunni á forsíðu mbl.is og getur lesið það á pdf.

Soffía Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 1047

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband