Voru það ÞESSI meðmæli?

Af hverju vék Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sæti þegar skipað var í stöðu héraðsdómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands?

Af því að hann hafði skömmu áður veitt Þorsteini Davíðssyni meðmæli, þegar Þorsteinn sótti um stöðu við embætti Lögreglustjórans á Höfuðborgarsvæðinu. Þá stöðu fékk Þorsteinn, en á þeim tíma sem hann sótti um, var hann aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra.

Þar sem Björn hafði veitt Þorsteini skrifleg meðmæli, varð hann þar með vanhæfur (sem í þessu tilviki á við vanhæfi en ekki vanhæfni) til að gera upp á milli umsækjenda. Því var annar ráðherra settur dómsmálaráðherra til að gera upp á milli umsækjenda í þetta sinn og skipa í dómaraembættið. Til þess valdi forsætisráðherra Árna Mathiesen.

Árni taldi það strax fram sem veigamestu ástæðu þess að hann mat Þorstein hæfari en hina umsækjendurna, gagnstætt því sem dómnefndin gerði, að hann hafi metið þyngra starf hans sem aðstoðarmanns dómsmálaráðherra.

Í fyrri frétt hér á mbl.is segir: ...fór Árni í dóms- og kirkjumálaráðuneytið og fékk öll gögn, sem vörðuðu málið, afhent. Um var að ræða öll gögn sem á málið voru skráð, þ.e. umsóknir ásamt fylgigögnum, álit dómnefndar og önnur bréf tengd málinu og auk þess eldri umsóknir umsækjenda og fylgigögn, sem fyrir lágu í ráðuneytinu. Fram kemur í svarinu að Árni aflaði sér ekki nýrra gagna og hann leitaði ekki til meðmælenda en skrifleg meðmæli sem fyrir lágu í málinu höfðu áhrif á ákvörðun ráðherrans.

Nú spyr ég:

Hafði Árni meðmælabréf Björns um Þorstein undir höndum, eða hafði einhvern tíma lesið það?

Var það meðmælabréf meðal þeirra skriflegu meðmæla sem höfðu áhrif á ákvörðun Árna um að skipa Þorstein?


mbl.is Áhrif meðmælabréfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 971

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband