Í drottningarviðtal hjá umboðsmanni

Af hverju eru gagnrýnar spurningar taldar vísbending um væntanlegan áfellisdóm? Eru slíkar spurningar ekki kærkomið tækifæri til að skýra réttmætan málstað með óyggjandi hætti?

Ráðherran lýsir frati á spyrjandann, sem skýringu á því af hverju svör hans verða algjört frat, "hafi því takmarkaða þýðingu".

Engin furða að rætt sé um það að sparka þessum hrokagikk úr ráðherrastóli og í feita stöðu forstjóra Landsvirkjunar.

Vitiði hvern við Sunnlendingar fáum þá sem fyrsta þingmann Suðurkjördæmis? Árna Johnsen! Fólk sem kýs Sjálfstæðisflokkinn kann ekki að skammast sín.


mbl.is Ráðherra efast um hlutleysi umboðsmanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það hafa bara allir rangt fyrir sér nema Árni!!!! Gaman fyrir ykkur að fá ÁrnaJ ohnsen sem fyrsta þingmann. Þetta er einvalalið hjá  Sjálfstæðisflokknum.

Hólmdís Hjartardóttir, 27.3.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Já alveg stórkostlegt lið....ekki gleyma borginni

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 27.3.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ráðherra er í vörn, veit upp á sig skömmina, og reynir því af alefli að gera lítið úr allri gagnrýni og réttmætum spurningum umboðsmanns til að kasta rýrð á rannsókn hans og upphefja sjálfan sig.

En ég held að Sunnlendingar fái annan Árna sem fyrsta þingmann - Sigfússon nokkurn, bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Með framgöngu sinni í Helguvíkurmálinu er hann að undirbúa komu sína inn á þing og hann ætlar sér að taka við af vini sínum, flokksbróður og nafna, dýralækninum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.3.2008 kl. 10:40

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þið getið alveg bölvað ykkur uppá það, að hann ætlar sér ekki í aðrar kosningar á Suðurlandi. Þessvegna eru þessar Gróur um að hann fari í Landsvirkjun ekki ósennilegar. Andskotans hrokinn passar enda þar, eins og flís við rass....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 27.3.2008 kl. 10:52

5 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Árni Sigfússon Johnsen (sonur Sigfúsar Johnsen og náfrændi hins eina og sanna Árna Johnsen), Árnabetrungur íhaldsins.

Soffía Sigurðardóttir, 27.3.2008 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband