Til þess eru fjölmiðlar

Af hverju þurfum við lesendur að leita fram og aftur um allar trissur til þess að fá skýringar á fréttum? Er það ekki hlutverk blaðamanna/fréttamanna að afla allra upplýsinga og kynna okkur þær?

Í þeirri frétt sem hér er bloggað við, sem er úr Morgunblaðinu, eru yfirlýsingar Geirs um að Dagur fari með rangt mál og hafi vitað að byggingakostnaðurinn fór úr öllum böndum. Vísar fyrirsögnin í þá fullyrðingu.

Í næstu frétt við hliðina á mbl.is, sem er úr 24 stundum, segir í niðurlagi:
"Í hnotskurn
21. mars 2006 funduðu KSÍ og framkvæmdasvið Reykjavíkur. Þar voru lagðar fram upplýsingar um framúrkeyrslu. 3. apríl var haldinn fundur í byggingarnefnd verksins. Þar voru sömu upplýsingar ekki kynntar."
Lesendum bloggs þessa skal bent á að Dagur sat ekki fyrri fundinn og átti ekkert að sitja hann, heldur aðeins þann síðari þar sem hann var nefndarmaður.

Fyrsta fréttin er af visir.is þann 26. mars kl 11:36, þar sem eingöngu er sagt frá bréfi Geirs til núverandi borgarstjóra. Ég sá þá frétt í hádegisfréttum Stöðvar 2 og heyra má hana í fréttum Bylgjunnar frá þeim tíma. Þessi orð fréttamannsins um efni bréfsins vöktu sérstaklega athygli mína: "Þá er fjallað sérstaklega um aðkomu Dags B. Eggertssonar að málinu." Af hverju?

Visir.is bætir við frétt kl 12:58 þar sem rætt er við Dag, en sú frétt er hvorki á Bylgjunni né Stöð 2. 

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 er fjallað áfram um málið og þá fyrst er rætt við Dag. En fréttin er mikið til með hinni þekktu uppstillingu Geir segir, Dagur segir, Geir segir, Dagur spyr. Ég vil hins vegar að fréttamenn segi mér hvort það sem Dagur og Geir segja eigi sér stoð í gögnum, ekki bara að láta þá halda einhverju fram. Ég vil líka að fréttamaður leiti svara við spurningum sem varpað er fram, en láti þær ekki bara svífa í lausu lofti.

Mbl.is fjallar svo um málið kl 18:50 í gær undir fyrirsögninni Geir segir Dag fara með rangt mál og þá bara með tilvitnunum í bréf Geirs, en ekkert um hlið Dags. Enn hefur engin frétt birst unnin af fréttamönnum mbl.is, þar sem skoðun Dags kemur fram.

Hvaða blaðamenn ætla að skýra okkur lesendum frá því hvað stendur í fundargerðum þeirra funda þar sem Geir segir að Dagur hafi verið upplýstur um gríðarlegan kostnaðarauka framkvæmdanna?

Ef þú lesandi góður vilt vita hvað segir í Nánar í Morgunblaðinu, þá get ég sparað þér ómakið við að fletta blaðinu, öll umfjöllun Morgunblaðsins í dag er í þeirri frétt sem hlekkurinn hér að neðan vísar á. Ekkert nánar en það. 


mbl.is Segir Dag hafa vitað um kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1044

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband