Svona eiga sýslumenn að vera

Sýslumaðurinn okkar slær öllum hinum mótmælendunum við.

Allur sá mannfjöldi sem safnast mun saman fyrir framan Alþingishúsið í dag og öll þeirra hróp og spjöld munu ekki ná að hækka blóðþrýsting þjóðarinnar neitt í líkingu við fréttina um hinar væntanlegu handtökuskipanir sem sýslumaðurinn okkar ætlar að skrifa undir síðar í vikunni.

Í hundrað daga hafa mótmælendur hímt með kuldadropa á nefbroddinum hlustandi á gjallarhorn, þeir æstari kastað eggjum og þeir æstustu sniffað gas. Sumir hafa reynt að vekja athygli með frumlegum aðgerðum, jafnvel með táknrænum leikrænum tilburðum. En sýslumaðurinn okkar þarf enga sýndarmennsku til að koma mótmælum sínum á framfæri. Hann sendir alvöru löggur í alvöru löggubúningi til að sækja alvöru skuldara og setja þá í alvöru handjárn ef þeir verða með múður.

Iss, mótmælendur og Spaugstofan eru bara pen útblásturop fyrir kjökrið í þjóðinni. Sýslumaðurinn okkar er lúður sem heyrist í og fylgist bara með þegar stjórnmálamennirnir fara að nötra  undan blæstri hans! 


mbl.is Hátt í 400 handtökuskipanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð grein hjá þér.  Gömul frænka mín sagði alltaf þegar að það gekk alveg fram af henni;  "svona eiga nú sýslumenn að vera, með græna hatta."  ekki vei ég hvaðan þessi setning kom, en mér sem barni fannst hún alltaf skondin.

J.þ.A (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 08:10

2 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Hvernig væri að senda svona duglegann sýslumann í seðlabankann og taka þá sem bera ábyrgð á gjaldþroti hans, í fjárnám?

Hansína Hafsteinsdóttir, 20.1.2009 kl. 08:54

3 Smámynd: Nýi Jón Jónsson ehf

Var að blogga um þessa fáránlegu aðför að sárasaklausu fólki hérna Þvagleggur Stónes er örugglega vinsælasti maðurinn í Árnessýslu þótt víða væri leitað. Þetta er svívirða og til háborinnar skammar hjá yfirvöldum !

Nýi Jón Jónsson ehf, 20.1.2009 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband