6.4.2009 | 14:57
Illur fengur illa forgengur
Af hverju er betra fyrir útgerðina í landinu að kaupa kvóta af einkaaðilum en af ríkinu?
Stór hluti af gríðarlegum skuldum í íslenskum sjávarútvegi stafar af kaupum á fiskveiðikvóta. Næst stærsti hlutinn stafar af því að farið var með kvótagróða, og í mörgum tilvikum með veltu í atvinnugreininni, í verðbréfabrask.
Kvótinn var settur á sem veiðistjórnun til að koma í veg fyrir ofveiði fiskistofna og finna leið til að stýra aðgangi að þeirri takmörkuðu auðlind sem fiskistofnar við landið eru. Útgerðarmenn keyptu aldrei þennan kvóta, heldur slógu eign sinni á þennan veiðirétt og hafa síðan selt hann sín í milli. Ræningjar hirtu sameiginlega auðlind þjóðarinnar og seldu hana.
Þegar maður kuapir þýfi, í góðri trú um að það hafi verið heiðarlega fengin eign seljandans, þá verður hann að skila því bótlaust til rétts eiganda og á aðeins endurgreiðslukröfu á hendur ræningjanum.
Samfylkingin gerir sér grein fyrir því að löng flétta af kaupum og sölu á kvóta, býr til nýjan vanda ef kvótinn verður nú endurheimtur bótalaust af þeim sem keyptu hann síðast. Þess vegna leggur Samfylkingin fram leið til þjóðarsáttar um endurheimt fiskveiðiauðlindarinnar.
- Í þeirri leið felst að aðeins 5% auðlindarinnar verða endurheimt á ári hverju.
- Þetta er minna en sveifla í kvótauthlutun af náttúrulegum ástæðum.
- Þessum 5% verður útdeilt aftur á markaði, þar sem bæði gamlir og nýir aðilar eiga þess kost að kaupa veiðirétt að þeim.
- Tekin eru 5% af öllum veiðiheimildum hverju sinni, hvenær og hvernig sem þær voru fengnar.
- Andvirðið rennur í auðlindasjóð þjóðarinnar, en ekki í vasa örfárra einstaklinga.
- Hluta andvirðisins er hægt að verja til að styrkja sjávarútvegsatvinnugreinina í landinu.
Útgerðarmenn geta ekki kennt Samfylkingunni, og ekki heldur ESB, um gríðarlegar skuldir sínar. Þeir geta þar aðeins kennt um ránfiskum úr eigin stétt. Þar hefur verið illa farið með illa fengið fé.
Við höfum heyrt heimsendaspádóma grátkórs útgerðarmanna áður. Fyrir nokkrum árum rauk þáverandi forstjóri ÚA upp með hræðsluáróður rétt fyrir kosningar og sagði Samfylkinguna ætla að setja sjávarútveg landsins á hausinn með tilheyrandi hruni landsbyggðarinnar. ÚA fór á hausinn, án atbeina Samfylkingarinnar, og forstjórinn færði sig á nýjan starfsvettvang. Nú stýrir hann gríðarlega skuldsettum mjólkuriðnaði þar sem áður var Mjólkurbú Flóamanna með sterka eiginfjárstöðu.
Sveiattan, þið krókódílar útgerðarauðvaldsins!
Ávísun á fjöldagjaldþrot í sjávarútvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.