Siðferðilegur heilsubrestur BYRs

MP banki hafði veitt mönnum lán gegn veðum í stofnfjárbréfum í BYR. Þegar verðmæti bréfanna þótti ekki standa lengur undir andvirði lánsins, gerði MP banki veðkall. Það þýðir að hann krafði veðhafana um frekari veð. Þeir ýmist áttu ekki eða vildu ekki leggja fram ný veð og þá voru góð ráð dýr. 

Dýra ráðið sem gripið var til, var að stofna skúffufyrirtæki, Exiter, sem keypti bréfin á yfirverði og gerði upp við MP banka. Til þess fékk skúffufyrirtækið lánið hjá BYR. Aðallögfræðingur MP banka og fyrrum stjórnarmaður stýrir skúffufyrirtækinu. Frekari eignar- og stjórnartengsl eru milli MP og BYRs.

MP banki, sem nú vill fá að bjóða viðskiptavinum SPRON að koma til sín, og stjórnendur BYRs segjast allir jafn saklausir af því að nokkuð óeðlilegt sé við þessi viðskipti. Þar á meðal eru englarnir sem skrifa bréf það sem hér er bloggað um.

Lestu endilega þetta blogg, sem fer ítarlega yfir málið: http://verjumbyr.blog.is/blog/verjumbyr/

Bankar, sparisjóðir, verðbréfasjóðir ....... Hver munurinn á kúk og skít? 


mbl.is Kaup á stofnfjárbréfum í andstöðu við lánaheimild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Augljóst að núverandi stofnfjáreigendur BYR eiga að stefna stjórninni fyrir t.d. "umboðssvik, brott á jafnræðisreglunni, fyrir að brjóta hlutafjárlög, fyrir að brjóta lög sparisjóðsins o.s.frv.  Augljóst að þarna hafa menn staðið fyrir því að arðræna bankann gróflega.  Opna verður lánabækur bankans og krefa núverandi stjórn svara við 250 stærstu útlánatöpum bankans síðustu tvö árin!  Ég gef mér að þá komi í ljós tugir lána upp á hundruð milljóna til "útvaldra fyrirtækja & vinna stjórnarmanna Byr - lán með engum veðum, í raun eru þetta enginn lán, heldur er bara verið að ræna bankann á lúmskan & siðblindan hátt.  Allar góðar lánareglur bankans hljóta að hafa verið brotnar af stjórn og nýjum hluthöfum, og ég lít á slíka gjörninga sem "RÁN". Það er skítalykt af málinu, enda er á ferðinni skítapakk sem hefur algjörlega brugðist í sýnu starfi, það hefur ekki haft að leiðarljósi hag BYR´s heldur eingöngu einbeitt sér að því að gera greiða fyrir "fáa útvalda hluthafa" á kostnað bankans!  Íslenska ríkið verður að grípa þarna inn í og gera upptæk öll bréf & þessara nýju siðblindu hlutafa sem í raun hafa set bankann næstum á hausinn með sínu framferði.  Einnig þarf ríkið að beita sér fyrir því að aðstoða þá smæri hluthafa sem í raun voru óbeint neyddir til að kaupa hlutabréf Byr´s á 6 földu yfirverði.  Þessir gjörningar & þvingunaraðferð nýju hluthafanna gengur ekki upp.  Þarna er um markaðsmisnotkun að ræða, þar sem nýjir hluthafa misnota gróflega stöðu sýna til að þvinga smæri stofnfjáreignedur til "éta það sem úti frýs".  Exista & Bakkabræður stóðu fyrir svipuðum viðbjóðslegum gjörningi í tengslum við hlutafé Símans þegar þeim tókst með vissri leikfléttu að leika á hluthafa Símans sem í lokin enduðu allt í einu með "verðlaus hlutabréf í Exista".  Það er hlutverk stjórnvalda að vernda þessa hluthafa þegar aðrar eftirlitstofnanir sofa á verðinum....  Augljóst að þessir aðilar hafa staðið fyrir "lygum, svikum & blekkingum" og ég neyta að trúa því að þeir komist bara upp  með þetta allt saman!  Ekki á meðan ég lifi - við mótmælum ÖLL...!  Okkur er gróflega misboðið!

Það verður að kæra stjórn Byr´s og láta þetta mál fara fyrir dómstólanna...!  Minni svo á frábæra grein fyrrum bankastjóra Spron (Jón G. Tómasson hrl.) í Morgunblaðinu (07.04.2008:23) þar sem hann kemur inn á þá sorglegu staðreynd að FME spillaði alltaf með röngu liði þegar gerð var árás á Sparisjóðina.  Ég gef mér að nýr forstjóri FME fari að spila með réttu liði og beiti 47. gr. laga 161 um fjármálafyrirtæki frá 2002, en þar er komið inn á rétt FME til að kast út þessum nýju stóru eigendum Byr´s sem í raun arðrændu bankann - fólk sem má alls ekki fá að koma nálægt bankaviðskiptum.  Þetta lið skilur eftir sig sviðna jörð allstaðar þar sem það stígur niður færi, og ég treysti því að FME & fjármálaráðherra grípi inn í þessa svikamyllu þeirra og bjargi Byr úr þeirra klóm...!  Það er nú það eina litlu stofnfjárhluthafar Byr byðja um, ca. 1500 aðilar eða svo!

Fjármálaráðherra á síðan að aðstoða minni stofnfjáreigendur við að skipta þarna um stjórn og gera mig að nýjum stjórnarformanni til að tryggja það að unnið sé á faglegum & heiðarlegum nótum í framtíðinni er kemur að framgangi Byr´s.....!  Skömm stjórnarinnar og þessara stóru nýju hluthafa er ævarandi, skítalykt af málinu, enda á ferðinni mikið skítapakk sem verður að svara fyrir sýnar gjörðir í dómsölum landsins!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 9.4.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband