Fjárhagskerfi stjórnmálaflokka

Tilraun til að gera flókið mál einfalt:

Samfylkingin birti á árinu 2007, ársreikning ársins 2006. Síðan þá hefur það verið opinbert að landsflokkurinn fékk um 45 milljónir króna í styrki það ár.

Nýverið birti Samfylkingin hverjir borguðu styrki yfir 500 þúsund króna og hvaða upphæð hver þeirra borgaði, á árinu 2006.

Jafnframt lýsti Samfylkingin því yfir að hún myndi kalla eftir og síðan birta samsvarandi upplýsingar frá öllum kjördæmisráðum, fulltrúaráðum og flokksfélögum fyrir árið 2006, en þau hafa hvert um sig sjálfstæðan fjárhag.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki birt upplýsingar um það hver heildar upphæð fjárstyrkja til landsflokksins var á árinu 2006.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur aðeins birt hverjir borguðu yfir 1 milljón króna, ekki hverjir borguðu 1 milljón og minna, og hvað hver þeirra borgaði. Samtals greiddu þessir stórgreiðendur um 81 milljón króna.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki lýst því yfir að hann ætli að birta samsvarandi upplýsingar frá kjördæmisráðum, fulltrúaráðum og félögum vítt um land, fyrir árið 2006.

Flokkarnir hafa allir þann sama hátt á að:
Kjördæmisráð ákveður, annast og kostar framboð til Alþingis innan síns kjördæmis.
Fulltrúaráð eða einstakt félag, þar sem eitt félag er innan sveitarfélags, ákveður, annast og kostar framboð til sveitarstjórnarkosninga, hvert á sínu svæði.
Kjördæmisráð, fulltrúaráð og félög, fá eftir atvikum styrk frá landsflokknum, þar með talið af tekjum flokksins og þingflokks hans frá ríkinu, til að standa straum af kostnaði við framboðin.
Þess vegna segja efnahagsreikningur og rekstrarreikningur landsflokks hvergi nærri alla söguna um fjármál hans.

Á þessu var tekið með lögum um fjármál stjórnmálaflokka, sem tóku gildi 1. janúar 2007.

Fyrir árið 2007, liggja þessar upplýsingar fyrir frá ríkisendurskoðanda og þær ná til allra kima hvers flokks, svokallaðir samstæðureikningar, fyrir landsflokk, deildir og félög. Einnig er þar birtur listi yfir alla þá lögaðila sem greiddu styrki til flokkanna, frá smæstu upphæðum til þeirra stærstu.

Á árinu 2006 fóru fram sveitastjórnarkosningar, allt frá borgarstjórnarkosningum til hreppakosninga. Enginn flokkanna hefur birt bókald sitt frá þeim tíma og Samfylkingin ein hefur lýst því yfir að ætla að gera það.

Í lögum um fjármál stjórnmálaflokka eru ákvæði um fjármál frambjóðenda í prófkjörum. Þau tóku ekki gildi fyrr en 1. júlí 2007 og ná því ekki til prófkjöra fyrir þingkosningarnar það ár. Þetta var réttlætt með því að sumir voru búnir að taka sinn prófkjörsslag fyrir áramót en aðrir ekki fyrr en eftir.

Nú í ár, fara fram fyrstu prófkjörin þar sem frambjóðendum er skylt að skila bókhaldi sínu til ríkisendurskoðanda og hefur hann þegar sent þeim öllum boð þar um.


mbl.is Fjárstyrkjatillaga til nefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband