Mikill munur á meðalvindi og vindhviðum undir Ingólfsfjalli

Báðir hjólhýsaeigendurnir sem misstu hjólhýsi sín undir Ingólfsfjalli í fyrradag skoðuðu vef Vegagerðarinnar áður en þeir lögðu af stað og litu þar m.a. á upplýsingarnar frá mælinum undir Ingólfsfjalli. Báðir lásu þar að vindur undir Ingólfsfjalli væri 8 m/sek. Svo fuku hjólhýsin þeirra útaf í meira en 30 m/sek hviðum! Hvernig stendur á þessu?

1. Vegagerðin er með síðu fyrir færð og veður. Af henni er hægt að velja einstaka landshluta. Upplýsingar frá veðurvita undir Ingólfsfjalli eru bæði á síðunni fyrir Suðurland og fyrir Suðvesturland. Fyrir hverja veðurathugunarstöð Vegagerðarinnar er rammi með nýjustu upplýsingum frá stöðinni og uppfærist hann á nokkurra mínútna fresti, en tímasetningin kemur fram í rammanum. Uppgefinn vindur er meðalvindur síðustu 10 mín fyrir birtingu og þar er ekki getið um hviður.

2. Engar upplýsingar eru um það á neinni af ofantöldum síðum að hægt sé að fá frekari upplýsingar með því að smella innan rammans. Hægt er að uppgötva það með því að færa músina yfir skjáinn og þá breytist trítillinn í hendi þegar farið er yfir ramma.  Sé smellt innan rammans koma fram ýtarlegri upplýsingar, m.a. um vindhviður.

3. Þegar ég smellti á rammann fyrir Ingólfsfjall s.l. nótt, sá ég graf frá vindmælinum fyrir síðustu 2 sólarhringa. Þar kemur nokkuð eftirtektarvert í ljós. Meðal vindhraði undir Ingólfsfjalli á föstudag frá kl 06 til 19 var undir 10 m/sek, oftast 6-8 m/sek. Allan þann tíma voru tíðar vindhviður í kringum 20 m/sek og stundum vel yfir það. Frá kl 19 - 21 fer meðalvindur upp undir 14 m/sek og hviður yfir 30 m/sek. 

4.  Fyrra hjólhýsið fauk útaf fyrir kl 20. Eigendur þess hafa mjög líklega séð skráðan 8 m/sek vind á stöðinni undir Ingólfsfjalli hafi þau litið á síðuna rétt áður en þau lögðu af stað. Hvergi var hvasst á leiðinni frá Reykjavík, þar til þau komu undir Ingólfsfjall. Þau segjast hafa hlustað á útvarp allan tímann í bílnum og heyrt oft minnst á óveður á Kjalarnesi, en aldrei neinar viðvaranir vegna Ingólfsfjalls.

5. Í norðanátt og norðaustanátt, eins og var þarna, þá er oft mikill munur á meðalvindi og vindhviðum undir Ingólfsfjalli og mjög byljasamt. Þannig háttar til við þessar aðstæður, vindátt og vindstyrk, að undir fjallinu er bæði skjól að meðaltali og mjög hvassar vindhviður inn á milli. Á Selfossi er hvasst á þessum tíma en ekki mjög byljasamt. Skaplegt veður getur verið víðast hvar annars staðar í nágrenninu á sama tíma.

6. Bæta þarf upplýsingar Vegagerðarinnar á yfirlitssíðum. Bæði mega ítrekaðar sterkar vindhviður ekki leynast á bakvið upplýsingaramma athugunarstöðvar á yfirlitssíðunni. Svo þurfa að vera upplýsingar um það að smella skulu á ramma stöðvarinnar til að fá frekari upplýsingar. Upplýsingar um daggarmark þurfa líka að vera skiljanlegri, en þær skipta verulegu máli við mat á hugsanlegri hálku. Nokkuð sem fæstur almenningur hefur þekkingu á, en mætti bæta úr þarna.

Svona leit grafið fyrir Ingólfsfjall út s.l. nótt:

Ingolfsfjallsvindur

 


mbl.is Enn fjúka hjólhýsi undir Ingólfsfjalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband