Breskir og hollenskir fjárfestar væntanlegir

Hvað gagnast það að borga Icesave innistæðutryggingarnar í íslenskum krónum? Heldur einhver að breskir og hollenskir sparifjáreigendur ætli að fjárfesta á Íslandi fyrir sparifé sitt? Er ekki líklegast að þær krónur bættust á biðlistann með jöklabréfakrónunum sem bíða þess óþreyjufullar að komast úr landi í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri?

Í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld hlustaði ég á Eygló Harðardóttur, þingmann Framsóknarflokksins, gagnrýna það ítrekað að ekki hefði verið samið um að íslensku innistæðutryggingarnar á Ivesave yrðu borgaðar í íslenskum krónum. Hún sagði það afar mikilvægt af því að við ættum ekki og myndum ekki eignast nægan gjaldeyri til að borga þær í erlendri mynt. Því spyr ég: Hver er munurinn á því að borga innistæðutryggingarnar beint í erlendri mynt, eða að borga þær fyrst í íslenskum krónum og þurfa svo að leggja fram gjaldeyri þegar sparifjáreigandinn vill skipta þeim í erlenda mynt?

Hvernig rímar þetta við áformin um að aflétta gjaldeyrishöftum?

Innistæðutryggingin, samkvæmt reglum EES, hljóðar upp á ákveðna upphæð í evrum. Á hvaða gengi krónunnar ætlar Eygló að umreikna í krónur þegar sparifjáreigandanum verður borgað út? Því lægra sem gengið er, því fleiri krónur fær hann. Gengið stendur andskoti lágt núna. Vill Eygló láta borga út núna? Eða vill Eygló láta borga út seinna, t.d. eftir 7 ár? Hvert veðjar hún á að gengi krónunnar verði þá? Ef borga á þetta út seinna, en samt í íslenskum krónum, hvenær ætlar hún þá að umreikna úr evrum í krónur? Vegna verulegra breytinga á gengi krónunnar undanfarna mánuði og ófyrirséðra en samt líklega verulegra breytinga á gengi krónunnar það sem hún á eftir ólifað, þá skiptir tímasetning umreikningsins og tímasetning greiðsludagsins verulegu máli.

Annars ætti þingmönnum Framsóknarflokksins ekki að verða skotaskuld úr því að finna snillinga í gerð framvirkra gjaldeyrissamninga til að reikna þetta dæmi fyrir sig. Nóg er af slíkum flokksgæðingum á þeim bæ. Og tær snilld þeirra víðfræg.


mbl.is Meirihluti mótfallinn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Það er bara snilld ef það á að greiða innistæðutryggingarnar í íslenskum krónum ! núna þarf bara að prenta meiri 5000 kalla og málið leyst !

Sævar Einarsson, 2.7.2009 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband