5.8.2009 | 14:39
Hvar er þvottahússbókin?
Af hverju finnst mér alltaf áhugaverðast að lesa það sem ekki er skráð og að hlusta á það sem ekki er sagt? Af því að það segir svo mikla sögu.
Við lausn ráðgátu er alltof oft einblínt á það sem sést og heyrist. Lítur þetta ekki alltsaman eðlilega út og hljómar skynsamlega?
Leitaðu að því sem er ekki á myndinni, en ætti að vera þar! Sérstaklega er þetta mikilvægt þegar grunur er um að ekki sé allt sem sýnist.
Þótt margt sé áhugavert í hinni heimsfrægu Lánabók Kaupþings, þá finnst mér samt áhugaverðast það sem ekki er þar.
Fyrir það fyrsta er þetta ekki yfirlit yfir lánveitingar sem verið var að samþykkja á fundinum. Þetta er yfirlit yfir lánastöðu þeirra aðila sem voru með lán yfir 45 milljónir evra. Þessar lánveitingar eru mis gamlar. Þetta er því ekki vitnisbók um lánveitingar Kaupþings síðasta hálfa mánuðinn fyrir hrun bankans.
Ég sé hvenær skýrslan er dagsett, en þykir áhugaverðara að fá að vita hvenær hún var tekin saman og enn áhugaverðara hvort hún hafi sýnt alla nýjustu gjörninga í þessum verðflokki.
Eftir fundinn og væntanlega líka á fundinum, var gripið til margvíslegra aðgerða, sem væri mjög áhugavert að vita um. T.d. hefur komið fram, annars staðar, að á þessum sama degi var ákveðið að fella formlega niður sjálfsábyrgðir starfsmanna á lánum til hlutafjárkaupa í bankanum.
Í sjónvarpsfréttinni, sem allt uppþotið varð út af, var sagt að eftir fund þennan hafi átt sér stað miklar tilfærslur á lánum, ábyrgðum og veðum tengdra aðila, niðurfellingar og ný lán. Ég bíð spennt eftir þeim fréttum. Ég held nefnilega að lögbannið hafi verið tilraun til að þagga niður framhaldið. Hitt var komið á netið.
Skyldi Deutche Bank þykja fengur að Lánabókinni?
Hvað með öðruvísi lánasamninga, sem ekki fara í lánabókina? Þar á ég við svokallaða framvirka samninga með gjaldeyri og skuldabréf, en slíkir gjörningar voru uppistaðan í fléttunni þar sem ríkur sjeik frá Katar keypti vænan hlut í Kaupþingi sér að kostnaðarlausu.
Nú er ég bara að tala um atriði sem tengjast Lánabókinni en eru ekki í henni.
Svo eru það öll hin málin sem tengjast ekki Lánabókinni og eru ekki síður áhugaverð. T.d. fjárfestingar Kaupþings. Í hvaða ævintýrum fjárfestu þessir snillingar?
Af mestum áhuga býð ég samt eftir Þvottahússbók Kaupþings.
Þurfa breyttar reglur um bankaleyndina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.