Enginn flótti án Icesave?

Ef við gerum eins og formaður Framsóknarflokksins leggur til og semjum ekkert um Icesave, verður þá enginn fólksflótti frá Íslandi vegna kreppunnar. Eða verður þá engin kreppa á Íslandi? Þurfum við þá bara að fylgja restinni af ráðum Framsóknarflokksins og þá verður okkur líka bætt tjónið af bankahruninu og allt verður gott eins og áður?

Ég hef ekki unniíð í lottóinu hingað til, svo nú hlýtur að koma að því. Ráð Framsóknarflokksins hafa ekki gagnast þjóðinni hingað til, svo nú hlýtur að vera komið að því!

Að ógleymdum ráðum Sjálfstæðisflokksins. Eigum við að fara að ráðum aðalhugmyndafræðingsins Hannesar Hólmsteins og aðal framkvæmdastjóra þeirrar sömu hugmyndafræði Davíðs Odddssonar? Eða eigum við að trúa nýskeinda formanninum með hreinu bleiuna á bossanum? Hann hlýtur að hafa séð í gegnum frjálshyggjuna, hafi hann ekki séð ljósið og innbyggt óréttlæti kapítalismans, þá hefur hann allavega séð ljósið og þörfina á ströngu ríkisaðhaldi með framkvæmd kapítalismans!

Auðvitað verður erfiðara að ráða við afleiðingar hruns íslenska efnahagskerfisins ef fólksflótti brestur á frá landinu, með minni þjóðarframleiðslu. Stóra spurningin er hvaða leiðir verða helst til þess að draga mest úr því tjóni sem bófarnir og hinni pólitíski armur bófafélagsins hefur nú þegar valdið þjóðinni og hvaða leiðir duga best til að efla efnahag landsins aftur.

Það er ekkert flókin stærðfræði að reikna út kostnað við að greiða skuldbindingar vegna Icesave út frá mismunandi forsendum um endurheimt eigna Landsbankans, vexti, forgangsröð krafna, gengisbreytingar gjaldmiðla og fleira. Reiknivélin getur hins vegar engu spáð um það hvaða samningum sé hægt að ná, aðeins hvað mismunandi samningar myndu kosta. Þar á ofan nær engin reiknivél yfir það hvað gerist ef Ísland semur ekki um Icesave. Það er nefnilega pólitík en ekki stærðfræði.

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins var að segja í sjónvarpsfréttum áðan að Icesavesamningurinn muni kosta lífskjaraskerðingu á Íslandi og því hættu á fólksflótta. Ráðherra Samfylkingarinnar sagði í sama fréttatíma að enginn mannlegur máttur geti sett tilveruna á rewind og afmáð tjónið af bankahruninu, við munum aldrei fá það bætt að fullu og það muni kosta lífskjaraskerðingu að byggja upp á ný. Erum við svo illa stödd að við þolum ekki lífskjaraskerðingu frá því er hæst lét? Verður nokkrum meint af því þótt lífskjör fari aftur til þess tíma sem var fyrir 5 árum, 10 árum, 15 árum? Var Ísland þá á vonarvöl? Getum við ekki hugsað okkur að byggja upp frá þeim tímapunkti? Og það jafnvel skynsamlegar en síðast!

Staðreyndin er að við munum verða fyrir lífskjaraskerðingu frá því sem best lét, meðan við erum að vinna okkur upp úr Hruninu, pakkinn er  miklu stærri en Icesave eitt. Það er ómerkileg pólitík að reyna að telja fólki trú um að kostnaðurinn við Icesave skipti hér úrslitum.

Íslendingar eru löngu komnir út úr þeim tíma að stunda sjálfsþurftarbúskap. Núverandi lífskjör og lífskjör okkar til framtíðar byggjast að verulegu leyti á stöðu okkar í alþjóðasamfélaginu, útlfutningi, innflutnigni og erlendri lánafyrirgreiðslu. Mistakist okkur þar, þá má reyna að búa til reiknivél sem spáir fyrir um það hve margir henda ferðatöskunni og ákveða að taka upp íslenskan sjálfsþurftarbúskap.

Kannski er einhver til í að taka smá exelæfingar fyrir næsta samkvæmisleik: Dear Icesave - FOCKYOU - Yours truly - Iceland! Þá getum við dundað okkur við bjartsýnisspár og svartsýnisspár um afleiðingarnar. Hvað ef Ísland fær svo og svo mikið/lítið  í gjaldeyrislán frá AGS o.fl.? Hverjir verða þá vextirnir á erlendum lánum? Hverjir verða þá vextirnir á innlendum lánum? Hvernig verður þá endurfjármögnun Landsvirkjunar, Orkuveitu Reykjavíkur, Hitaveitu Suðurnesja? Fá þeir lán og hvað kosta þau þá? Hvernig verður með endurfjármögnun stórra innlendra fyrirtækja? Eða fjármögnun íbúðalánasjóðs? Eða bara möguleika þína á að fá bankalán? Hvað verður um lífeyrissjóðina?

Áttu ekki ennþá spjaldið með HELVÍTIS FOKKING FOKK!?


mbl.is Mesta hættan fólksflótti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband