Blessað lambakjötið

Af hverju heldur fólk að aflífun lamba sé ómannúðlegri ef lesið er upp úr framandi trúarritum í leiðinni?
Hvernig heldur þetta sama fólk að lömbum sé almennt slátrað í íslenskum sláturhúsum?
Jú, hefðbundna aðferðin er svona:
Lömbin eru flutt á flutningabílum í sláturhúsið daginn fyrir slátrun. Þau standa í sláturhúsréttinni yfir heila nótt. Daginn eftir eru þau rekin upp rennu, fremst í rennunni er skothólfið og hlera rennt fyrir aftan við lambið sem skotið er, framan við nefið á því næsta. Svo er skotið í hausinn á lambinu, stigið á pedala og skrokkurinn rúllar niður á færiband. Þar er lambið skorið strax á háls og látið blæða í rennu meðan það berst eftir bandinu. Hausinn er svo skorinn af rétt áður en skrokkurinn er hífður upp á afturlöppunum. Þannig dinglar hann svo það sem eftir er ferðar sinnar um sláturhúsið, þar sem hann er fleginn, innyflin skorin úr, þveginn, veginn, metinn og látinn hanga inni á kæli- og þurrklofti næstu nótt, settur í grisjupoka og inn í frysti eldsnemma næsta morgun.
Að fara með bænir yfir þessarri athöfn, gerir hana hvorki meira né minna miskunnsama en vant er og að skjóta með rafbyssu í stað hefðbundnu sláturhúsbyssunnar gerir þetta heldur hvorki meira né minna miskunnsamt.
Svo yfir hverju er fólk að býsnast, nema yfir eigin fáfræði?
Hvernig heldur fólk að lömbum hafi verið slátrað á íslenskum bóndabæjum í gegnum tíðina? Og hvernig heldur fólk að lömbum og öðrum dýrum sé slátrað út um allan heim?
Hvað með að hneykslast næst smávegis yfir trúarsiðum þeirra sem skjóta villibráð á fjöllum?
mbl.is Öll slátrun samkvæmt lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtinn kýrhaus

Af hverju er ekki búið að staðfesta þessa reglugerð? Er kannski engin þörf á því? Er þetta bara enn ein skriffinnskureglugerðin frá ofvirkum reglugerðarframleiðendum? Eru engin óvottuð bætiefni í dýrafóðri á Íslandi? Eða eigum við einhver séríslensk bætiefni sem hafa ekki hlotið náð fyrir augum vottanna? 

Er þetta kannski af því íslenski þverhausinn henti Æandskotansreglugerðarkjaftæði í pappírstætarann?


mbl.is Ísland fær áminningu frá EFTA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bráðaliðar í stað lækna

Af hverju þarf lækna í sjúkrabíla á höfuðborgarsvæðinu?

Eru ekki nógu margir menntaðir bráðaliðar til að manna sjúkrabíla höfuðborgarsvæðisins?

Er þessi ákvörðun ekki tekin af læknum, eða a.m.k. í samráði við þá? Er þessi ákvörðun byggð á faglegu mati á þörf fyrir læknisþjónustu þarna og færni annarra heilbrigðisstétta til að veita viðunandi þjónustu? Eða er þessi ákvörðun ætluð sem þrýstiaðgerð til að fá auknar fjárveitingar? 


mbl.is Neyðarbíll verði án læknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað leiðrétta þeir þetta

Ég veit að Þingvallaleið selur rútumiða með góðum afslætti þeim sem nota þjónustu þeirra daglega, ef þeir bera sig eftir því.

Auðvitað kippir fyrirtækið þessu í lag og það strax! 


mbl.is Ekki sama framhaldsskóli og menntaskóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver verndar oss nú?

Úr Norðursjó rússneski flotinn, sá fjandi,
með fjölskrúðugt njósnalið stefnir að landi,
þá bjargast hinn íslenski alþýðumaður,
því amríski herinn mun vernda hann glaður.
Ó, hó, hann sé lofaður!

Er rússneskir dónar með rassaköst skeiða
og ræna og drepa og nauðga og meiða,
þá bjargast hin íslenska alþýðupíka
því amríski herinn mun vernd'ana líka.
Ó, hó, aldrei að víkja!

(Böðvar Guðmundsson)

 


mbl.is Rússar á heræfingu í Norðursjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynlífsáhugi á handbolti.is

Hvaða hálfviti er með handbolti.is?

Á síðunni eru tvö viðtöl við ungt handboltafólk, þar sem spyrillinn er með kynlíf á heilanum!

Annað ber yfirskrfitina "Ræðir um ástarlíf sitt" og er vídeóklipp þar sem hann spyr stúlku sem er að koma heim úr keppnisferðalagi erlendis frá. Hún segir spurningar hans óviðeigandi, en hann lætur sér ekki segjast.

Hitt viðtalið er skriflegt og ber yfirskriftina "Kynlíf er refsing" og þar pumpar hann ungan pilt um kynlíf hans og bætir þar sjálfur inn þeirri skýringu á refsingu að átt sé við BDSM.

Mér finnst þetta unga íþróttafólk eiga skilið almennilegt viðtal um íþróttir, en ekki svona fíflagang!
 

 


Klikkað lögregluríki

Fyrst á blogginu, svo í fréttunum.

Íslensk kona var handtekin við komu til USA, hlekkjuð og sett í fangelsi og svo send aftur úr landi.

Þeim sem ætlaði þann 11. september 2001 að vega að frelsi á vesturlöndum, tókst það.

Klikkað lögregluríki.

Lestu meira hér! 


Mér leiðist

Hvað gera menn ekki þegar þeim leiðist?

Svona fer fyrir ofvirkum drengjum í tilvistarkreppu! 

Menn ganga í herinn til að standa í aksjón, bjarga heiminum og berja á þrjótunum!

Svo hefur norski herinn bara ekkert að gera!

Hvað er annars verið að tala um hneyskli varðandi dirty bísness við vopnakaup?

Er til öðruvísi vopnabísness en skítabísness? Hver er munurinn á kúk og skít? 


mbl.is Mútuhneyksli í norska hernum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta ráðið í akstri á hálku

.... er að aka hægar.

Alveg satt! Ég hef prófað þetta. Það munar strax um það að aka á 80 km/klst hraða úti á þjóðvegi, þegar þarf að ná valdi á bíl sem fer að rása í hálku, eða að vera á 90 km/klst hraða. Það munar svo aftur um það þegar hraðinn er ennþá minni. Þetta vita allri sem hafa nokkurra ára reynslu í akstri.

Ég hef ekið á bílum með afturdrifi, með framdrifi, með fjórhjóladrifi, á sumardekkjum, negldum dekkjum, ónegldum grófmynstruðum dekkjum, harðkornadekkjum og loftbóludekkjum. Það er aðeins eitt ráð sem ég mæli með eftir alla þessa reynslu:

Aktu hægar í hálku!


mbl.is Samfélagslegur kostnaður nagladekkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bætir fjarskipti á hálendinu líka

Af hverju eru allar nýjungar svona tortryggilegar?

Nú er NMT kerfið á síðasta snúningi og verður bráðum aflagt. Allir varahlutir að verða upp urnir.
Önnur langdræg símakerfi eru ekki í augsýn á þessum litla markaði sem Ísland er.

Tetra kerfið þjónar núna aðeins viðbragðsaðilum, lögreglu, sjúkraflutningum, slökkviliði og björgunarsveitum. En kerfið býður hæglega upp á þann möguleika að bæta við sig almennum notendum, án þess að það trufli þá starfsemi sem fyrir er.

Þótt kerfið sé í grunninn talstöðvakerfi, er það einnig símkerfi og getur tengst almenna símkerfinu. Það getur líka tengst VHF kerfi björgunarsveitanna.

Tetra er lokað kerfi og þannig mun heppilegra til innanbúðar samskipta en opnar VHF rásir.

Það er ekki búið að koma kerfinu upp allsstaðar þar sem það er áætlað og það er vitað að það mun ekki ná að þekja vel í fjöllóttu landslagi. Samt er það þegar farð að gera gagn á hálendinu. Tetra er þegar orðin góð viðbót við VHF og á eftir að verða enn betri valkostur.

VHF kerfið deyr út þegar ný tækni leysir það af hólmi, fyrr ekki, og ekki strax.

Gervihnattasamband er ennþá of dýrt í notkun. 

Þið verðið því, strákar mínir, að læra á nýja dótið!


mbl.is Segja TETRA góða viðbót við VHF-kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband