Dýna fyrir bankann

Man einhver eftir auglýsingunni þar sem Bankinn skaut uppblásinni dýnu úr Rúmfatalagernum undir hvern þann sem hrasaði? Bankinn bauð þér mjúka lendingu, svo lánin þín í Bankanum færu ekki í vanskil ef þú slasaðist. Þeir sem ekki tóku tilboði Bankans lentu í drullupollinum.

Þeim sem tóku tilboði Bankans bauðst að stofna til lífeyrissparnaðar sem yrði ávaxtaður í hlutabréfum og skuldabréfum sem Bankinn hafði af hyggjuviti sínu safnað fyrir hinn ráðdeilda og sparsama almúga.

Hvernig var það annars...? Sagði Bankinn þér ekki að ef hlutabréfin sem hann valdi svo kostgæfilega fyrir tryggingarsjóðinn þinn féllu í verði, yrðir ÞÚ dýna fyrir bankann?

Ef hlutabréfin falla í verði, þá verður ávöxtun lífeyris þíns neikvæð! Þá munt þú eiga minna í árslok, en þú lagðir inn á árinu. Hvað verður um mismuninn?

Fer mismunurinn kannski í að bólstra dýnu Bankans?


mbl.is Hlutabréf hækka í byrjun dags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð er ekki Kristinn

Desmond Tutu, biskup í S-Afríku, hélt þessu fram í kvikmynd sem ég sá niðurlagið af í sjónvarpinu í gærkvöldi. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir þeim Desmond Tutu og Nelson Mandela. Þessir menn hafa í orðum sínum og verkum sýnt okkur hvernig mannkyn getur lifað saman í betri sátt.

Tutu spurði hvaða trúarbrögðum Guð hefði tileyrt áður en Kristni kom til! Heldur þú að Guð telji Mahatma Gandhi ekki til sinna barna af því hann var ekki Kristinn? Á þess leið spurði Tutu líka.

Menn vilja eigna Guði skoðanir sínar og fordóma, menn vilja gera óvini sína að óvinum Guðs, sagði Tutu.

Hann benti á að mannkyn allt er ein fjölskylda. Þegar þú varpar sprengjum á þá sem þú telur óvini þína, ert þú um leið að deyða eigin fjölskyldumeðlimi. Palestínumenn, Ísraelsmenn, kaþólikkar á N-Írlandi og mótmælendasöfnuðir á N-Írlandi, hommar, lesbíur og gagnkynhneygðir, allt þetta fólk er hluti af fjölskyldu þinni. Þú getur aldrei gefið ölmusu, þú er aðeins að deila samábyrgð á afkomu fjölskyldu þinnar.

Myndin í sjónvarpinu heitir í íslenskri þýðingu Spekingar spjalla og á í dagskrárkynningu er vísað á frekari upplýsingar á vefsíðunni http://www.nobelitythemovie.com/.
 


Lífeyrissparnaður minn er ....

...tryggður í hlutabréfum!

Nei! Ég sagði séreignarlífeyrissjóðssölumanni bankans míns að ég ætlaði EKKI að velja þá sparnaðarleið sem byði upp á neina bindingu við hlutabréfamarkaðinn. Aðrir valkostir voru ávöxtun á skuldabréfamarkaði og fastir innlánsvextir í bankanum.

Hægt var að velja um nokkrar ávöxtunarleiðir. Ein var 100% trygging í hlutabréfum, aðrar samsettar úr mismunandi hlutfalli af hlutabréfum og skuldabréfum og loks ein sem bar aðeins fasta vexti, hvernig sem spákaupmennskan gengi. Sölumðaurinn benti mér auðvitað á að líta ætti á ávöxtun á hlutabréfamarkaði sem langtímasparnað, sem væri sérstaklega heppileg leið fyrir ungt fólk. Ég er of gömul til að trúa hverju sem er.

Bíðið bara, rétt bráðum koma yfirlit sjóðanna til okkar allra. Hver vorkennir þá mest Hannesi Smárasyni og Kristni Björnssyni og Dögg Pálsdóttur og hvað þau nú heita með miljarðaverðbréfin? Hver vorkennir þá fólkinu sem fær neikvæða ávöxtun á lífeyrissparnaðinn sinn?

Hver er dýna hvers þegar harkalega er lent? 


mbl.is Lækkun leikur eignir Existu grátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnnjósnari með magapínu

Starfsmaður MUST gleymdi ekki minnislyklinum í tölvunni. Gagnnjósnarinn sem átti að sækja minnislykilinn var með magapínu og kom of seint til að sækja gripinn!

Vilt þú skrifa næsta kafla í framhaldssöguna? 


mbl.is Leynileg gögn gleymdust á bókasafni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útlandaverð í gsm

Af hverju hækkar Síminn verðskrá sína af geðþótta?

Hvað getum við símnotendur gert þegar Síminn hækkar gjaldskrá sína? Fært viðskiptin til Vodafone? Hvað gerum við þegar Vodafone hækkar svo gjaldskrá sína? Fært okkur til Símans?

Ég fæ sundurliðaðan símreikning, með skráningu á hverju einasta símtali. Það kostar eins mikið að hringja úr heimasímanum mínum í gemsa hjá Vodafone/Sko eins og að hringja úr heimasímanum mínum til Þýskalands!

Munurinn er hins vegar sá að ég get ekki hringt til útlanda án þess að vita það, en ég get hringt í farsímanúmer sem ég veit ekki að skiptir við annað símafyrirtæki en ég og að ég er að borga sem svarar til útlandasímtals fyrir vikið.

Gjaldskrá símafyrirtækjanna er frumskógur og hún er mjög óaðgengileg á heimasíðum þeirra beggja.
Það er ódýrast að hringja innan fastanetsins innan sama símafyrirtækis innanlands, næst dýrast að hringja innan fastanetsins milli símafyrirtækja innanlands. Þar fyrir ofan koma hringingar innan farsímakerfisins milli farsíma hjá sama símafyrirtækis, svo innan farsímakerfisins milli símafyrirtækja. Þar dýrara er að hringja milli fastlínukerfisins og farsímakerfisins innan sama þjónustufyrirtækis og enn dýrara að hringja milli farsímakerfis og fastlínukerfis milli símafyrirtækja. Þar til viðbótar kostar svo ekki það sama að hringja í eða úr gsm með fyrirframgreiddu "frelsi"korti og með eftirágreiddum reikningi.
Til að kóróna vitleysuna er ekki nokkur leið að þekkja það á símanúmerum við hvaða símafyrirtæki þau séu tengd, hvorki fastlínunúmerin né farsímanúmerin.

Þegar ég fékk nýtt símanúmer tengt inn á nýjum stað, kom maður frá Mílu til að tengja línuna inn í húsið sem er fjölbýlishús. Svo átti að koma annar maður frá símaþjónustufyrirtækinu sem ég skipti við, Símanum í mínu tilviki, til að tengja smá vírspotta frá inntakstenglinum í tengilinn sem liggur upp í íbúðina. Þetta er í einum og sama tengiskápnum og tekur 19 sekúndur fyrir fyrri símvirkjann, en akstur og útkall fyrir seinni símvirkjann!

Vodafone er að auglýsa á baksíðu Fréttablaðsins í gær: "Evrópa fellur! Vodafone stórlækkar verðið í Evrópu". Þeir voru reyndar neyddir til þess, eins og hin símafyrirtækin, að lækka verð á reikisamnigum, eftir kröfu Evrópusambandsins. Bara svo það sé ljóst hver felldi hvern!

Ég borga fyrir fastlínutengingu með símanúmeri, adsl, sjónvarpsaðgang um adsl, internetþjónustu með tilteknum hraða og gagnamagni, farsíma og fjölskylduáskrift, alls um 40 - 50 þúsund krónur á mánuði.

Þegar Símanum þóknast að hækka verðskrá sína, segi ég "Ó votta fukk" og smelli á "greiða" í heimabankanum!

Hvað gerir þú?

Æ, er það þess vegna sem Síminn hækkar verðskrá sína af geðótta?!


mbl.is Verðskrá Símans hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búðarkassinn þungi

Af hverju mega börn ekki afgreiða á búðarkassa?
Þau mega keyra kerrur og raða vörum upp í hillur. Afgreiðslustarfið á kassanum er væntanlega talið meira ábyrgðarstarf og betur borgað. Auðvitað þarf að borga hærri taxta ef fólk er látið vinna störf sem á að launa hærra en þau störf sem það var upprunalega ráðið til. En af hverju mega börn ekki alveg eins afgreiða á búðarkassanum eins og að sinna öðrum verslunarstörfum? Er það meiri þrælavinna að sitja við afgreiðslukassa en að bera kassa með vörum? Er ábyrgðin á afgreiðslukassanum talin svona þung?
Börn eru almennt dugleg, samviskusöm og ábyrg. Þau eiga rétt á því, eins og annað starfsfólk, að fá verkefni við hæfi, umbun í formi ábyrgðarmeiri og betur launaðra starfa og möguleika á að vinna sig upp. Þau eiga ekki að þurfa að rekast á eitthvert þak sem hamlar þ\u0010essum möguleika. Þá upplifa þau, rétt eins og annar starfsmaður í svipaðri aðstöðu, að vera ekki metin að verðleikum, sem leiðir að sjálfsögðu til að þau fara að bera minni virðingu fyrir starfi sínu. Slík starfsþjálfun er vond.
Auðvitað þurfa að vera lög um vinnu barna og ungmenna, vinnutíma, vinnumagn, líkamlegt erfiði, andlegt álag og hættulegar aðstæður. En ég set spurningamerki við ýmislegt í þeim lögum. Að þessu sinni er spurt: Af hverju mega börn ekki afgreiða á búðarkassa?
mbl.is Ítrekað brotið á börnum á vinnumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orkumál eða kynferði

Af hverju dettur engum í hug að iðnaðarráðherra vilji fá nýjar áherslur í orkumálum? 

Hvað með það að gamli orkmálastjórinn stóð fyrir virkjanastefnu sem mat náttúruna aðeins sem orkulind og stóriðju sem æskilegasta viðskiptavininn? Hvað með nýjan orkumálastjóra sem sér alvöru möguleika í nýjum orkugjöfum? Hvað með orkumálastjóra sem sér fleiri unaðsstundir og færri gígawattsstundir í náttúru Íslands? Hvað með nýjar hugmyndir í orkumálum? 

Hvað þá með staðgengil gamla orkumálastjórans, núverandi aðstoðarorkumálastjóra?

Skiptir það mestu máli að sá næstráðandi er kona?


mbl.is „Iðnaðarráðherra nýtti ekki gullið tækifæri"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Manndráp að yfirlögðu ráði?

Af hverju réðst tígrisdýrið á þessa menn?
Fréttin á visir.is er enn svæsnari en hér á mbl.is. Þar er því haldið fram að tígrisdýrið hafi ekki ráðist á þessa þrjá menn að ástæðulausu, heldur af því að þeir þrír voru að egna það skömmu áður. Þeir komu saman í dýragarðinn og urðu viðskila eftir að þeir fóru frá tígra. Tígrisdýrið réðst fyrst á einn þeirra og leitaði svo hina tvo uppi og réðst á þá en leit ekki við öðrum gestum eða starfsmönnum á svæðinu.
mbl.is Tígrisdýrinu sleppt lausu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að selja á réttum tíma

Af hverju fær BTB Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins?

Í frétt ruv.is segir: Rökstuðningur dómnefndar fyrir vali á Björgólfi Thor sem viðskiptamanni ársins er sá að Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors, hafi selt eignarhlut sinn í nokkrum fyrirtækjum á árinu með góðum hagnaði, auk þess sem Björgólfur yfirtók lyfjafyrirtækið Actavis og afskráði það úr Kauphöllinni.

Jahá, galdurinn er að hafa vit á að selja hlutabréf sín áður en þau falla í verði!
Hvað segir þessi frétt á visir.is annars?:

21. des. 2007 06:00
Samson selur fasteignaarm
Samson eignarhaldsfélag ætlar á næstu vikum að selja fasteignaarm félagsins – Samson Properties ehf. – að því er fram kemur í skráningarlýsingu sem félagið birti í Kauphöllinni í gær.
Ekki kemur fram í lýsingunni hverjir geti verið kaupendur félagsins eða hvert söluverð þess komi til með að vera. „Samson eignarhaldsfélag, sem er kjölfestuhluthafi í Landsbankanum, eignaðist Samson Properties á síðasta ári,“ segir í umfjöllun greiningardeildar Kaupþings um tilkynninguna. Fram kemur að ein helsta eign Samson Properties sé helmingshlutur í SG Nord Holding sem eigi helmingshlut í WTC, sem sé að þróa 129 þúsund fermetra háhýsi í Kaupmannahöfn. Þá á félagið tæpan þriðjung í Sjælsö Gruppen, en það er eitt stærsta fasteignaþróunarfélag Danmerkur og skráð í Kaupmannahafnarkauphöll OMX. - óká

Í hvaða ljósi skoða menn þá þessa frétt?:

Viðskipti | mbl.is | 20.12.2007 | 19:31
Fasteignaverð lækkaði í nóvember
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 1,5% í nóvember frá fyrri mánuði, samkvæmt útreikningum Fasteignamats ríkisins. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 2,1%, síðustu sex mánuði um 4,8% og síðustu 12 mánuði um 14,1%.

Rámar loks einhvern í að Davíð sjálfur sagði um daginn að fasteignaverð á Íslandi eigi eftir að lækka meira á næstunni?

Jamm, ekki seinna vænna að selja fasteignafélag með góðum hagnaði!


mbl.is Viðskiptablöð veita viðurkenningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill Musharraf koma á lýðræði?

Af hverju heldur Mogginn þessu fram: "Musharraf vinnur nú að því að koma á lýðræði í landinu eftir átta ára valdatíð hersins."!? Þessi tilvitnaða setning er tekin beint upp úr fréttinni sem ég er að blogga um. Samkvæmt fréttinni er þessi fullyrðing fréttaskýring blaðamannsins en ekki tilvitnun í ummæli neins.
Hvaðan í ósköpunum fær blaðamaðurinn þá hugmynd að Musharraf sé að reyna að koma á lýðræði? Hvaða fréttamiðla hefur þessi blaðamaður eiginlega lesið? Ég veit allavega um mjög marga fréttamiðla sem hann hefur greinilega ekki lesið, fyrst hann slær fram svona fráleitri fullyrðingu.
mbl.is Sharif hyggst sniðganga kosningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband