Eltu aurana

Af hverju veðjar Landsvirkjun nú á annað en álver?

"Follow the money!" er oft góð byrjun á fréttaskýringu. Það þarf ekki að leita langt til að elta aurana, bara að kíkja á aðra frétt sem sett er inn á mbl.is á sama tíma og heitir Hærra verð fyrir orku:
"... en fram kom hjá Landsvirkjun að vænta mætti hærra raforkuverðs í viðskiptum við netþjónabú og sólarkísil en við aðra stórkaupendur."

Það malar víst ekki gull að virkja stórt ofan í álfabrikkur á þeim kostakjörum sem þeim bjóðast. Eða hvað segir í frétt á visir.is?
"Kárahnjúkavirkjun er komin fram úr kostnaðaráætlun og munar nokkrum milljörðum króna. Þetta kemur fram í viðtali Stöðvar 2 við Guðmund Pétursson, yfirverkefnisstjóra Kárahnjúkavirkjunar."

Þá bíð ég líka spennt eftir að hinn eini sanni seðlabankastjóri segi sitt álit á þeim sem vilja skipta yfir í dollar, rétt eins og hann hefur látið þá heyra það sem vilja skipta yfir í evrur. Sjá frétt á visir.is: Landsvirkjun skiptir yfir í dollara
"Ríkisfyrirtækið Landsvirkjun hættir að nota krónuna sem starfrækslumynt um áramót og skiptir yfir í bandaríkjadollar."

Í því samhengi er líka fróðlegt að skoða aðra frétt á visir.is sama dag: Kínverjar vilja losa sig við dollara
Alveg þess virði að lesa þau fáu orð sem fréttin sjálf er.

En svo ég snúi mér aftur að upphaflegu fréttinni, þá á eftir að sjá hvaða áhrif þessi ákvörðun Landsvirkjunar hefur á möguleika þeirra á að fá að virkja í neðanverðri Þjórsá.



mbl.is Skynsamleg ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband