Síðan hvenær er Þjórsá í Ölfusinu?

Af hverju á nú að nota orku úr heimabyggð aðeins í heimabyggð?

Nú vilja sveitarstjórnir víða um land að sú orka sem kann að verða virkjuð í þeirra hreppi verði aðeins notuð í þeirra heimahreppi. Hafa íbúar þar þó ekki fúlsað við rafmagni úr orkuverum í öðrum hreppum hingað til! En þegar virkjað skal heima hjá þeim, þá skal það aðeins til heimabrúks.

Steininn tekur þó úr þegar sveitarstjórn sem hefur afgreitt virkjanaleyfi og rannsóknarleyfi á færibandi, til orkubrúks utanhrepps, kvartar yfir því að þurfa "að horfa á eftir orkunni sem verður til í sveitafélaginu fara í verkefni langt í burtu", á meðan hún ásælist orku úr á sem rennur ekki einusinni að hreppamörkunum þeirra.

Eða eins og mbl.is segir, og ekki lýgur Mogginn:

"Það eru mikil vonbrigði ef ákvörðun Landsvirkjunar um að selja ekki orku úr Þjórsá til álvera leiði til þess að ekki verið reist álver í Þorlákshöfn," sagði forseti bæjarstjórnar í Ölfusi.

Bara smá landafræði: Sveitarfélagið Ölfus á land að Ölfusá, en ekki að Þjórsá. Svo orka úr virkjunum í Þjórsá verður ekki til í sveitarfélaginu þeirra, fyrr en þeir hafa samþykkt sameiningu við Flóahreppana, sem þeir, vel að merkja, höfnuðu fyrir 2 árum.
 


mbl.is „Gífurleg vonbrigði að fá ekki orku í álver”
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Soffía og velkomin á spjallsíður Mbl.

Jú, jú,...... ég hefi; oftsinnis, í orðræðu minni, jafnt við frændur mína, Vestlendinga sem og Sunnlendinga komið inn á þessi atriði.

Það vill nú svo til; að Árnesingar og Rangæingar, hafa verið helztu útvegarar raforkunnar, víðs vegar um land, áratugum saman, þótt eigi hafi þeir notið þess, að nokkru; sérstaklega, af hálfu Landsvirkjunar, sem dæmi gróðurhúsabænda, ein og sér, vottfesta.

Það er; að minni hyggju, enginn meinbaugur á, þótt svo Ölvesingar, nágrannar mínir, upp ljúki sínum hugum, eftir taumlausa útvegun þeirra, á löndum; jafnt á Hellisheiði, sem og víðar, til hinnar Reykvízku Orkuveitu.

Þeir; Ölvesingar hyggjast, að öðrum Árnesingum ólöstuðum, keyra, af þrótti og myndugleik nokkrum, af stað aukinn iðnað, og er það vel, hvar þeir, sem aðrir landsmenn, hafa ekki náð, að sameina krafta sína, til hunzunar fiskveiðistjórnunar kerfi því, sem er að sliga landsbyggðina alla, sem okkur öllum er kunnugt. A.m.k.;, ekki um hríð.

Ákjósanlegt yrði; að allra leiða yrði leita, án afskipta hinnar forugu Reykjavíkur stjórnar Haarde ofríkisins, þ.e., hér heima í héraði, með orkuöflun, án þess þó, að hróflað yrði, við neðri hluta Þjórsár. Þar erum við líklega sammála; Soffía. 

Þú kemur inn á; gersamlega fáránlegar sameiningarkosningar sveitarfélaganna, haustið 2005. Mikil Guðs blessun, að lágsveitirnar báru þá gæfu til, að hafna samruna/yfirtöku Selfysskra. Þér til upplýsingar, Soffía, ólst ég upp, fram á unglingsár, á Stokkseyri og Eyrarbakka, og rennur mjög til rifja, hversu komið er þeim plássum, í dag. Uppdiktur hverfullar ferðaþjónustu, getur aldrei komið í stað blómlegrar útgerðar og fiskvinnzlu, hvað landsmenn allir skoði, og dæmin sanna bezt.

Selfoss; með fullri virðingu, getur ekki reiknað með, að vera fullgildur höfuðstaður héraðsins, fyrr en þá, að ný brú (af öryggisástæðum) sé byggð; auk annarra lagfæringa, margvíslegra, hafi átt sér stað, s.s. í stjórnsýslu m.a., hvar haldið er úti skriffinsku bákni ógurlegu, sem reyndar víðar plagar bæi, vítt um land; reyndar. 

Með beztu kveðjum, úr Efra- Ölvesi (Hveragerði) / Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband