Dró úr drykkju þegar pöbbinn lokaði

Af hverju halda margir því fram að áfengisneysla sé betri en önnur fíkinefnaneysla?

Fullyrðingar um að unglingadrykkja hafi alltaf verið til og sé því ekki vandamál, unglingar vaxi upp úr drykkju, áfengisneysla sé betri en andskotans dópið og vandamálið sé einkum velmeinandi en kengruglaðir vandamálafræðingar, hafa allar komið fram á bloggum um þessa frétt fram að þessu.

Unglingadrykkja hefur valdið áhyggjum eins lengi og hún hefur verið við lýði. Það sýnir aðeins að hún er enn sama vandamál og hún var talin fyrrum.

Sem betur fer vaxa flestir upp úr slæmri áfengisneyslu. En það er samt staðreynd að því yngra sem fólk fer flatt á áfengisneyslunni, því verr á það með að ná tökum á henni. Það er einmitt á þeirri reynslu byggt, sem lögð er áhersla á að því seinna sem fólk byrjar að neyta áfengis, því minni líkur séu á að áfengisneysla muni valda því skaða.

Áfengisneysla er lang oftast fyrsta vímuefnanotkunin, jafnvel á undan sígarettum, enda fleiri unglingar sem drekka en reykja. Áfengi er lang útbreiddasta vímuefnið og það sem veldur mestum skaða á líkömum, sálum og efnislegum verðmætum. Einstaka önnur vímuefni fara verr með einstaklinga, en þeirra er neytt í minna mæli og heildaráhrif þeirra í samfélaginu því minni.

Vel meinandi vandamálafræðingar hafa einfaldlega komist að því, sem flestir foreldrar og allir sem vinna með unglinga vita, að fjöldi þeirra sem hafa neytt áfengis tvöfaldast á hálfa árinu frá því í mars, þegar unglingurinn er í 10. bekk og þar til í október á sama ári, eftir að hann er kominn í framhaldsskóla eða út á vinnumarkaðinn.

Svo er smá innlegg í umræðuna um aðgengi að áfengi og sölu þess í matvöruverslunum:
Ég fullyrði að það hafi dregið úr fimmtudagsfylleríi unglinga á Selfossi eftir að þær breytingar urðu á rekstri veitingahúsa hér í bæ að unglingar hafa ekki lengur aðgang að vínveitingahúsi á fimmtudagskvöldum.


mbl.is Áfengisneysla framhaldskólanema áhyggjuefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Jónsson

Viltu sem sagt banna áfengi.

Ólafur Jónsson, 23.11.2007 kl. 15:23

2 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Nei.

Ég vil halda áfengi algjörlega frá börnum og unglingum.

Ég er ekki fylgjandi því að fjölga löglegum vímuefnum, en er heldur ekki fylgjandi hörðum refsingum við sölu þeirra til sjálfráða fólks. Ég geri nefnilega greinarmun á börnum og unglingum annars vegar og fullorðnu fólki hins vegar.

Fullorðið fólk getur vissulega farið illa á vímuefnaneyslu, áfengisneysla þar með talin, en það eru takmörk fyrir því hve mikið vit og vald er hægt að hafa yfir fólki.

Ég held að ef við færum að halda vímuefnanotkun frá ungmennum, þá myndi margt annað að breytast í samfélaginu um leið. Um leið og foreldrar taka meiri ábyrgð á börnum sínum, þurfa þeir að setja sér viðmið sem um leið geta breytt viðhorfum þeirra til eigin gerða. Ég ætlast til að foreldrar taki meðvitaða afstöðu til þess hvort þeir vilji að börn þeirra neyti áfengis og annarra vímuefna, en yppti ekki bara öxlum og segi: "Æi, svona er ungdómurinn!"

Soffía Sigurðardóttir, 25.11.2007 kl. 17:50

3 Smámynd: Ólafur Jónsson

Hvenær er maður orðinn nógu gammall til þess að taka ábyrgð á sér sjálfum, í menntaskóla eru náttúrulega krakkar frá 16-20 ára aldurs. mér finnst 18 ára sjálfráða manneskja sem getur gift sig nógu gömul til þess að drekka áfengi ef hún kýs að gera það.

En það er hins vegar allveg rétt hjá þér að áfengi er vímuefni ( sem jafnvel veldur mestum skaða f. 3.aðila) og svo virðist sem það sé tilviljanakennd eftir löndum hvort hlutir séu leyfðir eða ekki, t.d. í sumum löndum er áfengi bannað en ópíum löglegt, menning hverrar þjóðar spilar þar stærstu rulluna.

Held að það séu flestir sammála um að halda áfengi frá börnum, og svo er matsatriði hvenær menn hætta að vera unglingarog geta byrjað að drekka, 16-18 virðist vera svona meðalaldur landana í Evrópu.  

Ólafur Jónsson, 25.11.2007 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband