Lögreglugrátkórinn

Af hverju er lögreglan farin að syngja í grátkór?

Óánægja lögreglumanna birtist í hverju einstöku atriðinu á eftir öðru. Jakkinn er of síður, vaktataflan vitlaus, launin lág, borgararnir óhlýðnir. Hvert og eitt af framantöldu eru samt ekki vandamálið, heldur aðeins birtingarmyndir á undirliggjandi vanda.

Það er mikið ábyrgðarstarf að vera lögreglumaður. Til þess þarf manneskju í góðu andlegu jafnvægi og frísku líkamlegu ástandi. Til þess þarf líka talsverða þekkingu sem fæst með grunnmenntun og endurmenntun. Og reynslu! Starf lögreglumanns er nefnilega þannig að bókvitið dugir ekki eitt til að leysa það vel.

Lögreglumenn vinna undir talverðu áreiti og eru sífellt að leysa viðfangsefni sem reyna á færni þeirra. En það er ekki umkvörtunarefni, það er starfið sem þeir völdu sér. Sumir vilja störf sem fela hvorki í sér ábyrgð né sjálfstæð vinnubrögð og engar óvæntar uppákomur, engar áskoranir. Þeir sækja ekki um störf í löggunni.

Fólk sem gerir kröfur til sjálfs sín og vill vinna krefjandi störf, gerir líka kröfur til að starf þess sé metið að verðleikum. Launin eru hluti af þeim verðleikum. Möguleikar til stöðuhækkana skipta líka máli, að þeir fari eftir færni og frammistöðu en ekki lögfræðiprófum og frændsemi. Liðsheildin skiptir máli, að geta treyst á kunnáttu og færni vinnufélagans.

Grunnlaun skipta fólk æ meira máli en áður, því fólk gerir orðið kröfu um frítíma og fjölskyldulíf, líka karlar. Það er því engin furða að vaktavinnuhópar séu að kvarta, þeim hefur nefnilega oft verið ætlað að sætta sig við lág grunnlaun með vaktaálagi og aukavöktum.

Ég geri miklar kröfur til lögreglunnar, vil að lögreglumenn séu vel menntaðir og hafi góð grunnlaun. Þegar því verður náð, grunar mig að hagkvæm vaktatafla verði sameiginlegt áhugamál yfirmanna og óbreyttra og ásættanleg sídd finnist á jakkanum.


mbl.is Óánægja vegna sparnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svavarsson

Sæl Soffía, þetta er sama vandamálið og er við allar sameiningar samdráttur og niðurskurður í stað þess að efla og auka þjónustu. Menn halda að sameining sé allra meina bót en þeir skera alltaf niður frá öfugum enda og gleyma að reka alla forstjórana í stað þess að fækka þjónustu fólki/fulltrúum. Kær kveðja Jón

es. skoðaðu myndirnar frá afmæli SL á www.123.is/MOTIVMEDIA  

Jón Svavarsson, 30.1.2008 kl. 15:03

2 identicon

Sæl Soffía

Greinin þín er mjög góð og gefur skýra mynd af ástandinu (ég er starfandi lögreglumaður (ennþá) og með meira en áratuga reynslu). Þetta er nefninlega eins og þú segir birtingarmynd af undirliggjandi vanda.

Bylgja (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 18:33

3 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Þakka ykkur báðum kommentin. Flottar myndir af félögum okkar Nonni!

Soffía Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 02:29

4 Smámynd: Margrét Ingadóttir

Alveg rétt!!

vonandi gengur eitthvað í baráttu lögreglumanna. ástandið er ekki ásættanlegt.

Margrét Ingadóttir, 1.2.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 994

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband