Nú mega Þjórsárverin vara sig

Landsvirkjun hefur nú dustað rykið af áformum sínum um Búðarhálsvirkjun. Það er fljótlegara að hrinda henni í framkvæmd en virkjanaáformunum í neðanverðri Þjórsá. Frá þessu segir í frétt á visir.is. Kjartan Pétur, bloggvinur minn, vísar í frábærar myndir af þeim framkvæmdum sem þegar hefur verið ráðist í fyrir þessa Búarhálsvirkjun. Landsvirkjun ætlaði í græðgi sinni að auka streymið um Búðarhálsvirkjun með vatni úr Norðlingaölduveitu í Þjórsárverum líka. Nú þegar þeir fara aftur af stað með Búðarhálsvirkjun, er nauðsynlegt að tryggja friðland Þjórsárvera, það er ekki tryggt nú.

Annars um bloggvini mína, þá var Jón Svavars að bætast í hópinn með flottar myndir frá afmælishátíð Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem við erum bæði í.

Og meira af bloggvinum, hún Lára Hanna, sem eflaust mun fylgjast vel með því hvað um Þjórsárverin verður, var að blogga um borgarstjórnarbyltuna og setti inn alveg frábæra grein Illuga úr Fréttablaðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hef einbeitt mér að Bitruvirkjun og fylgist líka með umræðunni um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum sem mér finnst skelfileg hugmynd og vona að verði aldrei að veruleika. Hvaða tíma ég á aflögu til að gefa Þjórsá veit ég ekki, en auðvitað hefur maður augu og eyru opin.

Heyrðirðu síðasta atriðið í Speglinum í kvöld? Viðtal við Berg Sigurðsson hjá Landvernd. Eitthvað verður líka í Mogganum á morgun, frétti ég.

Stundum vildi ég óska að ég væri á launum á vaktinni. Það er svo tímafrekt að þurfa að vinna fyrir sér... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.1.2008 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1044

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband