9.11.2008 | 13:20
"Það má ekki kýla fólk"
Fólk mótmælir á torgum og fólk mótmælir í sófum. Ég skemti mér vel yfir Spaugstofunni í gær. En bragð er að þá barnið finnur...
Ég er ekki á því að það að berja boxpúða með myndum af þekktum einstaklingum hvetji almenning til alvöru ofbeldis gegn viðkomandi einstaklingum. Slíkar kýlingar í gamanþætti eru ferkar útrás fyrir þá reiði sem fær fólk til að langa til að berja mann og annan. Langar til en gerir það ekki, ekki af því að það þori það ekki, heldur af því að það vill ekki beita ofbeldi. Þarna voru kvikindin barin fyrir okkur og engum varð meint af. Eða hvað?
Barnabarn mitt, þriggja ára, horfði á Spaugstofuna með mér í gærkvöldi. Í bílnum á heimleiðinni á eftir, sagði hún við pabba sinn: "Það má ekki kýla fólk."
Hún hefur séð blaðamannafundi forsætisráðherra og viðskiptaráðherra í sjónvarpinu og þá segir hún: "Sjáðu, þarna er pabbi hennar Elísbetar" og bendir á Björgvin G. Sigurðsson. Elísabet Björgvinsdóttir er líka þriggja ára og er með sonardóttur minni í leikskóla. Fyrir Elísabetu, Emmu Fíu og alla hina krakkana á sömu deild í leikskólanum, er þessi Björgvin nefnilega ekki viðskiptaráðherra, eða bankamálaráðherra, heldur pabbi hennar Elísabetar. Þau vitað það af því að hann kemur oft með hana eða sækir hana í leikskólann.
Það þarf stundum börn til að benda manni á. Álitaefnið um það hvort tiltekið spaug, sem sýnt er í fjölskylduþætti í sjónvarpi rétt fyri háttatíma leikskólabarna, hvetur eða letur til ofbeldis, vék fyrir annari áleitnari spurningu. Ef ég get ekki réttlætt það fyrir barnabarni mínu að sjá foreldri annars barns sem það þekkir, kýlt í sjónvarpinu, hvernig get ég þá sætt mig við það gagnvart börnum sem ég þekki ekki?
Greint frá mótmælunum erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko, formann Skemmtinefndar... Auðvitað má ekki kýla fólk.
Ritarinn (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.