Gegnumstreymissjóðir

Af hverju eru lífeyrissjóðirnir söfnunarsjóðir en ekki gegnumstreymissjóðir?

Með söfnunarsjóði leggur þú fyrir í sjóð sem þú tekur síðar út í elli þinni eða ef starfsgeta þín bregst fyrr. Í sameiginlegum lífeyrirssjóði dreifum við þessarri áhættu og ábyrgð á milli okkar, hver leggur til eftir getu og fær eftir þörfum. Í séreignarsjóði, fær hver aðeins það sem hann hefur lagt fyrir sjálfur. Á meðan beðið er kappkostar þú að ávaxta, eða a.m.k. halda verðgildi söfunarsjóðs þíns, t.d. með því sem þú telur arðbærar fjárfestingar. Þar koma m.a. til kaup á hlutabréfum og skuldabréfum og bein lán sjóðsins sjálfs með vöxtum og ekki hvað síst, verðtryggingu.

Í sameiginlegum lífeyrissjóði er alveg eins hægt að hafa  gegnumstreymi eins og sjóðssöfnun, en slíkt er skiljanlega ekki hægt í séreignarsjóði. Með gegnumstreymi er áætlað hversu margir vinnandi menn leggi til fé í sjóðinn og hversu margir lífeyrisþegar fái úr honum og út frá því eru iðgjöld og lífeyrisgreiðslur ákveðnar. Ég legg þá ekki til hliðar fyrir elliárum mínum, heldur fyrir öldruðum nú og eins munu þeir yngri gera þegar ég eldist.

Hagtölur í þjóðfélaginu gefa okkur nokkuð raunhæfa möguleika á svona áætlunum. Við sjáum á fæðingum hvernig við getum áætlað fjölda aldraðra eftir 60+ ár. Hagtölur segja okkur líka til um hlutfall þeirra sem hljóta skerta starfsorku fyrir þann tíma og þurfa því á lífeyri að halda fyrr. Eins er með atvinnustig og laun. Þetta er svipað fyrirkomulag og haft er á almannatryggingum, nema að þarna er teknanna ekki aflað með almennri skattheimtu, heldur með beinum greiðslum launafólks.

Þegar engir eru söfnunarsjóðirnir, eru þeir ekki heldur notaðir í brask á fjármálamörkuðum, eða til að setja einstaka verkalýðsrekendur í bankastjórastól gagnvart félagsmönnum verkalýðsfélaga.

Þótt greiðslur til lífeyrisþega LV skerðist ekki strax á næsta ári, þá munu þær skerðast til lengri tíma litið, vegna þess að sjóðurinn hefur tapað á verðbréfabraskinu. Þar að auki tapa þeir sem lagt hafa inn í séreignasjóði Lífeyrissjóðs verslunarmanna 23,4% af uppsöfnuðum sparnaði sínum, skv. frétt á mbl.is frá 7. nóv.

 


mbl.is Áætlun bendir til óbreyttra lífeyrisréttinda LV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband