3.7.2009 | 11:00
Hvar finnst reyndur saksóknari?
Þegar ég hlustaði á Evu Joly segja í Kastljósi að ráða þyrfti þrjá reynda saksóknara til að fara með rannsókn á gömlu bönkunum þremur, þá velti ég því fyrir mér hvar þá væri að finna. Og hverjir hefðu skipað þá í embætti.
Ég byrjaði á því að fletta upp í ráðherralista dómsmálaráðuneytisins, sem birtir lista yfir alla dómsmálaráðherra Íslands frá árinu 1917. Þar sést skilmerkilega að helmingaskiptaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, hafa skipt þessu embætti á milli sín allveg síðan þeir urðu til, með eftirfarandi undantekningum:
Jón Sigurðsson, dóms- og kirkjumálaráðherra frá 8. júlí 1987 til 28. september 1988.
Vilmundur Gylfason, dóms- og kirkjumálaráðherra frá 15. október 1979 til 8. febrúar 1980.
Friðjón Skarphéðinsson, dóms- og kirkjumálaráðherra frá 23. desember 1958 til 20. nóvember 1959.
Finnur Jónsson, dómsmálaráðherra frá 21. október 1944 til 4. febrúar 1947.
Ofantaldir sátu allir á þingi fyrir Alþýðuflokkinn, meðan þeir voru ráðherrar.
Svo nú spyr ég: Hvaða núlifandi dómari, sýslumaður eða saksóknari á öllu Íslandi hefur ekki verið skipaður í embætti af dómsmálaráðherra annars helmingaskiptaflokkanna, Sjálfstæðisflokks eða Framsóknarflokks? Og ... var hann valinn í embætti af því að hann var hæfari en aðriri umsækjendur, eða af því að ráðherranum sem skipaði hann þótti hann hæfari?
Gangi okkur vel að finna þrjá reynda saksóknara!
![]() |
Frumvarp um sérstakan ríkissaksóknara fyrir þingið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:02 | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sá sem dæmdi Maddof í 150 ár . Íslenskir eru óhæfir allir með tölu
Finnur Bárðarson, 3.7.2009 kl. 11:20
Hann Maddof nær aldrei að sitja inni í 150 ár, en við getum kannski slegið saman í púkk og sent honum liðsauka við verkið!
Soffía Sigurðardóttir, 3.7.2009 kl. 11:47
Þjóð sem er búin að hlusta á allar fréttir byrja á: Davíð sagði og Halldór sagði, í tuttugu ár og hefur sjálf kosið að hafa það þannig, er einfaldlega heillum horfin og að reikna með að í slíku samfélagi finnist saksóknarar, og ekki færri en þrír sem hægt sé að treysta á; ja, svei mér þá, lengi er von á einum!
En Davíð er genginn aftur og farinn að tjá sig svo okkur er líkast til borgið; meira segja farinn að vitna í gömul ártöl!!
Ingimundur Bergmann, 4.7.2009 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.