13.7.2009 | 00:54
Hver á forgangskröfuna?
Af hverju á ílsenski innlánstryggingasjóðurinn ekki forgang á þrotabú Landsbankans vegna Icesave? Er það kannski af því aðhann hefur ekki greitt trygginguna út, heldur fengið hana að láni hjá öðrum sem þar með á forgangskröfuna núna?
Lítum fyrst á hver munurinn er á þeirri leð sem farin var samningunum um greiðslu íslensku innistæðutryggingarinnar á Icesave og þeirri leið sem RHH segir að hefði átt að fara.
A) Leið Ragnars: Innlán eru forgangskröfur, en þær hafa að auki innbyrðis forgangsröð þar sem íslenski innlánstryggingasjóðurinn er fyrstur, viðbótin frá breska innlánstryggingasjóðnum næst og ótryggð innlán í þriðja sæti.
B) Leið Icesavesamningsins: Innlán eru forgangskröfur, en þær hafa að auki innbyrðis forgangsröð þar sem íslenski og breski innlánstryggingasjóðurinn eru jafnsettir fyrstir, en ótryggð innlán í öðru sæti.
Ragnar bendir á að sá sem kaupir forgangskröfu, að hluta eða í heild, öðlast þar með forgangskröfuréttinn á hendur þrotabúinu, þannig sé þessu t.d. varið með tryggingasjóð launa.
En, breski innistæðutryggingasjóðurinn tryggir ekki aðeins mismun á íslensku (EES-bundnu) tryggingunni og þeirri bresku, heldur alla upphæðina upp að 50 þús pundum (eða evrum, mismunandi eftir fréttum!). Nú er breski innistæðutryggingasjóðurinn búinn að greiða innistæðueigendum á Icesave út alla þá tryggingu. Þannig "keypti" hann kröfuna á íslenska innistæðutryggingasjóðinn og er nú að gera kröfu á hann um að greiða íslenska hlutinn inn í breska tryggingasjóðinn. Það er þar af leiðandi breski innistæðutryggingasjóðurinn sem á kröfurétt á þrotabúið, en ekki sá íslenski.
Síðan er samið um það í þessum margumrædda Icesave samningi að það sem innheimtist úr þrotabúinu inn í breska tryggingasjóðinn, gangi hlutfallslega jafnt upp í þær kröfur sem íslenski tryggingasjóðurinn ábyrgist og þann hluta sem lendir eingöngu á breska sjóðnum. Þeir innistæðueigendur sem áttu fé inni á Icesave umfram þessar ábyrgðir koma svo næstir í kröfuröðinni, að þessum innistæðutryggingum greiddum.
Þótt 50 þúsund evra (eða punda) innistæðutrygging Breta sé umfram skylduna samkvæmt EES, þá er hún sett með breskum lögum, áður en Landsbankinn fór á hausinn, að vísu frekar skömmu áður.
Hefði íslenski innistæðutryggingasjóðurinn gengist strax við ábyrgð sinni og greitt sitt út strax, en ekki fengið það að láni hjá Bretum, hefði hann átt sjálfstæðan kröfurétt á þrotabúið og e.t.v. getað gert kröfu um fyrsta forgang, með breska tryggingasjóðinn í öðru sæti og ótryggðar innistæður í þriðja sæti, eins og RHH er að tala um.
En, hann átti ekki fé fyrir innistæðutryggingunni og þaðan af síður í gjaldeyri. Já, það er dýrt að vera fátækur. Og dýrara að vera féflettur af bankaræningjum.
Sökudólgarnir í Icesave málinu og bankahruninu öllu eru bankaræningjarnir, en ekki sú ríkisstjórn sem var kosin eftir hrunið og er að takast á við þá ábyrgð að koma þjóðarbúinu aftur í rekstarhæft ástand.
Ragnar H. Hall ætti nú að vita að það er ekki skiptastjóranum að kenna að þrotabúið fór á hausinn.
Mistök í Icesave-samningnum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:55 | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kasper, Jesper og Jónatan stóðu sig vel í ræningjahlutverkunum og bæjarstjórinn Bastían, fylgdist með og lét sér vel líka!! Svo kom Soffía frænka til sögunnar........S.J. passar engan vegin inní þetta, hm, kemur svo sem ekki á óvart.
Ingimundur Bergmann, 14.7.2009 kl. 20:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.