Ég greip peningafalsara

Ég greip ungan mann með falsaðan 2000 kr seðil og spurði hann öskureið hvurn andskotann honum gengi til. Hann varð heldur niðurlútur og muldraði að sig langaði svo í kappakstursbíl, væri að reyna að safna fyrir honum.

Kappakstursbíl! Ég sem ærlaði eitt augnablik að fá snert af aumingjagæsku og vorkenna honum fyrir að vera eitt af fórnarlömbum kreppunnar sem væri kannski að reyna að borga af verðtryggða láninu fyrir kjallaraíbúðinni sinni. Það var þá!

Jú, hann langaði að komast í Gumball 3000 kappaksturinn.

Jón Gerald Sullenberger, eða hvað hann nú heitir, sá góði maður, ritar svo í kommenti við færslu Egils Helgasonar um Gerspilltan og geggjaðan banka:

Gumball 3000, kappakstur ríka og fræga fólksins, er kominn á fullt skrið. Fyrsta sérleiðin var til Vienna og þaðan til Budapest og á morgun verður svo ekið til Belgrad. Gumball 3000 kappaksturinn er nú haldin í sjöunda sinn og í ár eru 240 þátttakendur skráðir til leiks eða 120 lið. Gumball 3000 er nútíma útfærsla á bíómyndinni Canonballrun það sem Burt Reinolds var í aðalhlutverki.
Fjórir Íslendingar eru skráðir á ráslista í keppninni en það eru Hannes Smárason Forstjóri FL Group sem ekur á Porsche, Ragnar Agnarsson á BMW M5 og Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs group, og félagi hans Guðmundur Ingi Hjartarson keppa á Bentley sem mun vera einn flottasti bíllinn í þessari keppni.
Þetta á svo þjóðin að borga.
Kv Jon Gerald Sullenberger.

http://eyjan.is/silfuregils/2009/08/02/gerspilltur-og-geggjadur-banki/#comment-111121

Þetta Gumball 3000 ævintýri hefur áður ratað í fréttir hér á landi. Ég fann m.a. þessa á gúggli:

http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2006/05/03/evropulegg_gumball_3000_rallsins_lokid/

Þar er líka vísað á heimasíðu Gumball 3000: http://www.gumball3000.com/#

Við nánara spjall komst ég að því að pilturinn hefði staðið við Sæbrautina í Reykajvík að morgni s.l. föstudags þegar fimm kolsvartir lúxusjeppar óku þar hjá og fengið sting í hjartað. DV segir svo fá þeirri sýn sem við blasti:

Margfaldir milljónamæringar í skemmtiferð á Íslandi

„Þessi félagsskapur er eingöngu fyrir farsæla athafnamenn með heildartekjur upp á að minnsta kosti milljón dali.“ Þetta er meðal þess sem meðlimir skemmtifyrirtækisins Maverick Business Adventurs þurfa að uppfylla en fyrirtækið er nú með hóp viðskiptavina í skemmtiferð á Íslandi. Með í för er danski kaupsýslumaðurinn Morten Lund, sem átti meðal annars Nyhedsavisen, sem að vísu var úrskurðaður gjaldþrota fyrr á árinu.

Þeir sem áttu leið um Sæbrautina snemma í morgun sáu ef til vill fimm kolsvarta lúxusjeppa af gerðinni Lincoln Navigator. Bílarnir voru kyrfilega merktir "Maverick Business Adventures". Í þeim var hópur milljónamæringa sem kominn er hingað til lands í skemmtiferð. Hópurinn kom til landsins á miðvikudag en fer aftur heim á mánudag.

Samkvæmd dagskrá fyrirtækisins mun hópurinn meðal annars fara í snjósleðaferð um hálendið, köfunarferð í gjánni Silfru á Þingvöllum og að sjálfsögðu spóka sig um í Bláa lóninu.

Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins verður Daninn Morten Lund með í för en hann er sérstakur heiðursgestur. Hann er einna þekktastur fyrir að hafa stofnað Skype. Í byrjun árs var hann mikið í umræðunni þegar fríblaðið Nyhedsavisen, fór á hausinn. Baugur seldi Lund 51 prósent hlutafjár í félaginu í byrjun árs 2008.

Maverick Adventures skipuleggur skemmtiferðir fyrir auðmenn um allan heim. Meðal fyrirhugaðra ferða í haust má nefna kappakstursferð í Kaliforníu sem fram fer í október. Í henni mun auðmaðurinn John Paul DeJoria, sem er í 261 sæti yfir ríkustu menn heims, taka þátt.

http://www.dv.is/frettir/2009/7/31/margfalir-milljonamaeringar-i-skemmtiferd-islandi/

Ég fékk sting í hjartað af samúð með unga manninum og aumingjgæskan yfirbugaði mig svo ég sleppti honum. Ég get jú ekki verið þekkt fyrir að láta lögguna bösta draumórapilt sem reynir að líkjast Kjarval. Það er nú ekki eins og hann hafi rænt banka!


mbl.is Peningafalsarar á sveimi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skáldskapur er gjarnan sannari en svokallaður raunveruleiki.

Þetta var skáldskapur, ekki satt?

Hjörtur B Hjartarson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 21:19

2 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Skáldskapur ....?

Hjá mér eða hjá þeim sem ég vitna til?

Soffía Sigurðardóttir, 2.8.2009 kl. 21:52

3 identicon

Skiptir það máli?

Hvað er sannleikur?

Það sem við kjósum að trúa?

Eða hentar að trúa?

Eða viljum að aðrir trúi?

Hjörtur B Hjartarson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 22:01

4 identicon

Skáldskapur er gjarnan sannari en svokallaður raunveruleiki.

Lygi er bara.....lygi.

Takk fyrir brilljant færslu.

Hjörtur B Hjartarson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 22:19

5 identicon

Ég tel það frekar ólíklegt að pilturinn hafi falsað peninga eða tekið vitandi við þeim vegna þess að hann sá fimm lúksusjeppa sveima um borgina. Það að pilturinn fékk að sleppa þýðir einungis að hann telur sig nú geta komist upp með þetta og hann mun gera þetta aftur.

Ég kvet þig til þess að láta lögregluna vita af tilvikinu og að þú lætur slíka menn ekki sleppa næst.

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 07:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband