Lágar siðferðiskröfur

Siðferðisleg réttlæting á hernaði Ísraela í Líbanon árið 2006, er eðlileg niðurstaða af lágum siðferðiskröfum sem lagðar eru til grundvallar í því mati.

Mistökin sem einhverjir ráðamenn taka á sig, eru að hernaðurinn hafi ekki borið þann árangur sem menn væntu. Þeir eru samt jafn sannfærðir um að rétt hafi verið að hefja þetta stríð, mistök að markmiði þess var ekki náð og skítt með það hverjir liðu fyrir það.

Þetta er í hnotskurn siðferðisgrundvöllur allra hernaðaraðgerða.


mbl.is Olmert telur sig hreinsaðan siðferðislega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir í starfsreglunum?

Hvaða starfsreglur hafa bílstjórar Strætó BS til að styðjast við þegar þeir lenda í deilum við farþega? Þær reglur hljóta að vera til, því tilvikin eru mörg og hafa verið svo árum saman.

Hvað á vagnstjóri að gera ef farþegi neitar að borga? Á hann að vísa manninum út, kalla til lögreglu, slást við viðkomandi? Hvað ef farþeginn sýnir ekki persónuskilríki með viðeigandi afsláttarfarmiða?

Hvað á farþeginn að gera ef honum finnst bílstjórinn brjóta á sér, með dónaskap, með því að vísa honum út að ósekju, eða með því að neita að hleypa honum inn í vagninn? Kvarta án árangurs?

 


mbl.is Vagnstjóri sneri niður farþega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú mega Þjórsárverin vara sig

Landsvirkjun hefur nú dustað rykið af áformum sínum um Búðarhálsvirkjun. Það er fljótlegara að hrinda henni í framkvæmd en virkjanaáformunum í neðanverðri Þjórsá. Frá þessu segir í frétt á visir.is. Kjartan Pétur, bloggvinur minn, vísar í frábærar myndir af þeim framkvæmdum sem þegar hefur verið ráðist í fyrir þessa Búarhálsvirkjun. Landsvirkjun ætlaði í græðgi sinni að auka streymið um Búðarhálsvirkjun með vatni úr Norðlingaölduveitu í Þjórsárverum líka. Nú þegar þeir fara aftur af stað með Búðarhálsvirkjun, er nauðsynlegt að tryggja friðland Þjórsárvera, það er ekki tryggt nú.

Annars um bloggvini mína, þá var Jón Svavars að bætast í hópinn með flottar myndir frá afmælishátíð Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem við erum bæði í.

Og meira af bloggvinum, hún Lára Hanna, sem eflaust mun fylgjast vel með því hvað um Þjórsárverin verður, var að blogga um borgarstjórnarbyltuna og setti inn alveg frábæra grein Illuga úr Fréttablaðinu.


Lögreglugrátkórinn

Af hverju er lögreglan farin að syngja í grátkór?

Óánægja lögreglumanna birtist í hverju einstöku atriðinu á eftir öðru. Jakkinn er of síður, vaktataflan vitlaus, launin lág, borgararnir óhlýðnir. Hvert og eitt af framantöldu eru samt ekki vandamálið, heldur aðeins birtingarmyndir á undirliggjandi vanda.

Það er mikið ábyrgðarstarf að vera lögreglumaður. Til þess þarf manneskju í góðu andlegu jafnvægi og frísku líkamlegu ástandi. Til þess þarf líka talsverða þekkingu sem fæst með grunnmenntun og endurmenntun. Og reynslu! Starf lögreglumanns er nefnilega þannig að bókvitið dugir ekki eitt til að leysa það vel.

Lögreglumenn vinna undir talverðu áreiti og eru sífellt að leysa viðfangsefni sem reyna á færni þeirra. En það er ekki umkvörtunarefni, það er starfið sem þeir völdu sér. Sumir vilja störf sem fela hvorki í sér ábyrgð né sjálfstæð vinnubrögð og engar óvæntar uppákomur, engar áskoranir. Þeir sækja ekki um störf í löggunni.

Fólk sem gerir kröfur til sjálfs sín og vill vinna krefjandi störf, gerir líka kröfur til að starf þess sé metið að verðleikum. Launin eru hluti af þeim verðleikum. Möguleikar til stöðuhækkana skipta líka máli, að þeir fari eftir færni og frammistöðu en ekki lögfræðiprófum og frændsemi. Liðsheildin skiptir máli, að geta treyst á kunnáttu og færni vinnufélagans.

Grunnlaun skipta fólk æ meira máli en áður, því fólk gerir orðið kröfu um frítíma og fjölskyldulíf, líka karlar. Það er því engin furða að vaktavinnuhópar séu að kvarta, þeim hefur nefnilega oft verið ætlað að sætta sig við lág grunnlaun með vaktaálagi og aukavöktum.

Ég geri miklar kröfur til lögreglunnar, vil að lögreglumenn séu vel menntaðir og hafi góð grunnlaun. Þegar því verður náð, grunar mig að hagkvæm vaktatafla verði sameiginlegt áhugamál yfirmanna og óbreyttra og ásættanleg sídd finnist á jakkanum.


mbl.is Óánægja vegna sparnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru ekki jólin núna!

Þegar kötturinn fer af bæ, bregða mýsnar á leik.

Ólafur veit sem er að hætta er á hallarbyltingu ef maður bregður sér af bæ. Er óhætt fyrir Villa að fara svona til útlanda?

Á meðan er sungið: "Nei, við ætlum að vera svo ósköp þæg og góð, svo ekki verði nokkur var við músahljóð. Jólunum á, eru allir vinir og við syngjum ...."

Villi minn, það eru ekki jólin núna!

Enn einu sinni skrifar mbl.is hálffréttir. Ólafur borgarstjóri ætlar ekki á norrænu borgarstjóra ráðstefnuna, en yfirborgarstjórinn  Vilhjálmur Þ. fer, þótt ekki sé sagt frá því í fréttinni.


mbl.is Borgarstjóri ætlar ekki á höfuðborgarráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smyglari handtekinn í ráðhúsinu

Til hvers býður fólk sig fram til að verða fulltrúar á Alþingi eða í sveitarstjórn? Til að sinna almannaþjónustu.

Þetta fólk hefur svo mismunandi skoðanir á því hvernig eigi að veita almannaþjónustu, áherslur, forgangsröð, kostnað og tekjuöflun. Eftir þessu eigum svo við hin, allur almenningur, að velja hvaða skoðanir við aðhyllumst helst og eftir því hverja við kjósum.

Við ætlumst til þess að menn setji ekki stefnuskrá sína fram sem yfirvarp, til þess að geta laumast inn í almannaþjónustuna til að sinna einhverjum öðrum hagsmunum sem þeir sögðu okkur ekki frá, hagsmunum einhverra hópa, fyrirtækja, ætta, vina eða einstaklinga. Slík hagsmunagæsla er trúnaðarbrot og á ekki að vera minna refsiverð en að lauma sér inn í tollgæsluna til að stunda smygl.

Það er skýlaus krafa okkar almennings, kjósenda, að lög séu skýr og tilgangur þeirra ljós, að stjórnsýsla sé opin, í samræmi við lög, meðalhóf og óhlutdrægni og síðast en ekki síst að ljóst sé á hvern hátt þetta er í samræmi við yfirlýsta stefnu um almannahagsmuni.

Þetta er grundvöllur lýðræðisins, að við vitum fyrir hvaða stefnu við kjósum fulltrúa okkar og að við getum dæmt þá í næstu kosningum af því hvernig þeir fylgdu þeirri stefnu eftir.

Við kjósum ekki menn til að fara með völd að eigin geðþótta, við kjósum þá til að framfylgja stefnu sem þeir kynntu okkur. Við kjósum ekki menn til að standa í baktjaldamakki og blekkingum, heldur til að starfa heiðarlega og opinskátt. Við kjósum engan til að verða fulltrúa sjálfs sín eða annara sérhagsmuna, heldur til að verða fulltrúa almennings.

Hvenær verða smyglarar sérhagsmunagæskunnar handteknir í ráðhúsi Reykjavíkur? 


Alvöru spilling

Svo skal böl bæta að benda á annað verra!

Berlusconi er spilltari en allir íslenskir stjórnmálamenn til samans.

Hann á gommu af peningum, helling af fjölmiðlum, vini í dómarasætum og ótakmarkaða ósvífni. 


mbl.is Berlusconi vill kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geðhjálp í viðlögum

Af hverju má sýna Villa viðutan en ekki Ólaf gúgú?

Í spéspegli sérðu mynd sem þér líkar ekki, en hún er samt af sjálfum þér. Spéspegill þjóðarinnar, í útbreiddum fjölmiðli, getur aldrei sýnt hverjum og einum mynd af sjálfum sér, en hann sýnir samt mynd af stórum hluta þjóðarinnar. Stór hluti þjóðarinnar sér persónur í borgarstjórabyltunni eins og Spaugstofan sýndi þær. Margir í þeim hluta skammast sín fyrir þá sýn, en aðrir ekki. Þeir sem hneykslast á Spaugstofuþættinum þola sumir ekki myndina af sjálfum sér, en það gildir auðvitað ekki um alla.

Skop er öryggisventill í samfélaginu. Út um hann er loftað reiði og ótta. Þar þarf að gera grín að stjórnvöldum og trúarbrögðum, annars verða þau fyrirbæri of þrúgandi. Það má bæði birta skopmyndir af Múhameð og borgarstjóra Reykjavíkur.

Fólki finnst þrúgandi að upplifa borgarstjórann sem "gúgú" og það léttir á þessarri þrúgandi tilfinningu að fá að hlæja að henni. Þegar allt kemur til alls, þá mun þessi Spaugstofuþáttur frekar hjálpa borgarbúum við að taka Ólaf F. í sátt, en hitt. 

Spaugarar veita þjóðinni geðhjálp í viðlögum. 


Hálfsannleikur í hálffréttamennsku

Af hverju segir mbl.is ekki alla fréttina um samráð Ólafs F. við aðra á F-listanum? Í sama þætti af Silfri Egils og Ásta lýsir þessu yfir, kemur fyrrum kosningastjóri og 7. maður listans, Sveinn, næst á eftir henni í þáttinn og lýsir því yfir að þessi fullyrðing Ástu sé kolröng. Í fréttum á eftir lýsir Margrét því líka yfir að þessi frásögn sé röng, Ólafur hafi a.m.k. ekki átt slíkt samtal við sig.
mbl.is Ólafur sagði F-lista frá samtölum við sjálfstæðismenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk barnavernd

Af hverju þarf að skipta um formann í barnaverndarnefnd sveitarfélags þegar skipt er um meirihluta í stjórn sveitarfélagsins? Af hverju þarf að skipta um fulltrúa í almannavarnanefnd á sömu tímamótum?
mbl.is Skipuð formaður barnaverndarnefndar að henni forspurðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Soffía Sigurðardóttir

Höfundur

Soffía Sigurðardóttir
Soffía Sigurðardóttir
Já, en, AF HVERJU?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ingolfsfjallsvindur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband