3.8.2009 | 11:56
Danskur útrásarvíkingur
Hið sanna víkingaeðli norrænna þjóða lætur ekki að sér hæða. Að vísu hafa íslenskir hernaðarandstæðingar nær rústað mannorði íslenskra víkinga, svo við höfum ekkert herlið til að státa okkur af, jafnvel ekki þrátt fyrir góða tilburði Davíðs Oddsonar og Halldórs Ásgrímssonar, að ógleymdum Birni hermálaráðherra þeirra.
En, Anders Fogh Rasmussen heldur uppi heiðri norrænna víkinga. Hann lét ekki sitja við orðin tóm í stuðningi sínum við Íraksstríðið, heludr sendi danska hermenn til þátttöku í því líka. Nú er þessi víkingur tekinn við stöðu framkvæmdastjóra Alantshafsbandalagsins, NATO. "Hann segir að málefni Afganistan verði hans aðalverkefni í starfi."
Þegar íslenskir útrasarvíkingar með kreditkort að vopni eru að lympast niður, sveiflar danski útrásarvíkingurinn byssunni.
Orðspor deyr aldregi hveim sér góðan getur.
Fogh Rasmussen mættur til starfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Soffía Sigurðardóttir
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.